„Hann vill fara í þrekant“

Á heimasíðu Cosmopolitan má finna ýmis sambandsráð.
Á heimasíðu Cosmopolitan má finna ýmis sambandsráð.

Logan Hill heldur áfram að svara spurningum frá lesendum Cosmopolitan.  

„Ég og kærastinn minn höfum verið saman í  nokkra mánuði og allt gengur vel fyrir utan eitt. Hann vill fara í þrekant. Ég sagði honum að ég væri til í það en því raunverulegra sem þetta verður, því óöruggari og stressaðri verð ég. Ertu með einhver ráð?“

„Í fyrsta lagi: bara af því að þú sagðir kærastanum þínum að þú værir til í þrekant þá þýðir ekki að þú þurfir að láta verða af því. Þú mátt skipta um skoðun. Ef þér þykir þetta óþægilegt þá skaltu segja honum það,“ segir Hill.

„Strákar búast ekki við því að kærustur þeirra vilja fara í þrekant með þeim þó að þeir spyrji. Þeir spyrja kannski aftur of aftur. Þeir grátbiðja jafnvel. En oftast búast þeir við því að þetta muni aldrei eiga sér stað. Já, hann veður kannski vonsvikinn ef þú hættir við en hann verður ekki beint sjokkeraður.“

„Ef þú lætur verða af þessu þá er ég með eitt ráð: talaðu um takmörk þín við kærasta þinn. Hvernig mun þetta verða? Hvað má? Hvað má hann gera við hana? Hvað með þig? Og hvernig finnið þið þessa stelpu? Ræðið smáatriðin svo að þið vitið nákvæmlega hvað þið eruð að fara út í.“

„Eina ástæðan fyrir því að þú ættir að fara í þrekant er sú að þig langar það.“

Vill ekki að hún afklæðist í rúminu

Samskipti skipta öllu máli þegar kemur að langtímasamböndum.
Samskipti skipta öllu máli þegar kemur að langtímasamböndum. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál