Svona var brúðkaupsnóttin í raun og veru

Væntingar brúðjóna til brúðkaupnæturinnar eru gjarnan himinháar. Marmiðið er oftar en ekki að stunda himneskt kynlíf og nóg af því. En hvernig er brúðkaupsnótt nýgifts fólks í raun og veru? Á heimasíðu Huffingtonpost má finna samantekt af frásögnum nokkurra einstaklinga. Hér koma nokkrar áhugaverðar.

1. „Við pöntuðum okkur kínamat og stunduðum kynlíf á meðan við biðum eftir matnum. Svo sofnuðum við yfir Wayne‘s World.“

2. „Hún sat á gólfinu fyrir framan mig. Við horfðum á sjónvarpið á meðan í týndi um 6000 hárspennur úr hárinu hennar! Þetta var hrikalegt vegna þess að þær voru allar fastar saman. Eftir það þá rotuðumst við.“

3. „Við sváfum í sitthvoru rúminu sökum mistaka í bókunarkerfi hótelsins.“

4. „Þetta var fyrir næstum því 50 árum og þetta var einn besti dagur lífs míns. Við giftum okkur um morguninn og eftir stutta veislu keyrðum við á hótel. Við höfðum enga reynslu af kynlífi þannig að það var gaman að prófa sig áfram saman.“

5. „Við höfðum drukkið í marga klukkutíma. Við stukkum inn í herbergi og tókum einn stuttan. Eftir það fór ég nærbuxnalaus í eftirpartí.“

6. „Við stungum af án þess að segja neinum frá því og létum gifta okkur í héraðsþinghúsinu. Við fórum heim, konan mín fór á næturvakt og ég lá á sófanum og horfði á sjónvarpið. “

7. „Við vorum uppgefin og komum á hótelherbergið okkar frekar seint. Konan mín klæddi sig í kynþokkafull undirföt og ég gaf henni gjöf. Við borðuðum afganga úr brúðkaupsveislunni og drukkum kampavín með. Hundurinn okkar kúrði svo með okkur að bað um klór. Þetta var fullkomið.“

8. „Ekkert kynlíf. Bara svefn, ljúfur svefn.“

9. „Ég var komin átta mánuði á leið þegar við giftum okkur. Ég sofnaði klukkan 22:00 og maðurinn minn vakti og horfði á sjónvarpið. Ég vaknaði nokkrum tímum seinna og gat ekki sofnað aftur. Það var þá sem ég missti vatnið og sjö klukkutímum seinna var sonur okkar kominn í heiminn.“

10. „Þið vitið hvað stendur aftan á sjampóbrúsum: sápa, skola og endurtaka. Ímyndið ykkur fullorðinsútgáfuna af þessu, þannig var þetta hjá okkur.“

11. „Ég og eiginmaður minn voru bæði uppgefin svo við skriðum beint upp í rúm. Ég vaknaði svo um miðja nótt með ælupest. Eitthvað sem ég hafði borðað fyrr um kvöldið fór illa í mig. Maðurinn minn hélt hárinu mínu á meðan ég ældi, það minnti mig á af hverju ég giftist honum.“

12. „Við þurftum að koma við í apóteki til að kaupa smokka. Ég var ennþá í brúðarkjólnum mínum.“

Margt fólk er dauðþreytt eftir brúðkaupsveisluna sína og hefur enga …
Margt fólk er dauðþreytt eftir brúðkaupsveisluna sína og hefur enga orku í að stunda kynlíf um kvöldið. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál