Notar þú þögn sem vopn í samskiptum?

Það er ekki vænlegt til vinnings að beita þögn sem …
Það er ekki vænlegt til vinnings að beita þögn sem vopni í samskiptum. mbl.is/AFP

Þetta er aðferð sem flestir þekkja, að beita þögninni sem vopni þegar eitthvað bjátar á í sambandinu. Þessi aðferð er þó ekki vænleg til vinnings og sá sem beitir henni endar oftar en ekki uppi sem óhamingjusamari aðilinn.

Það er algengt að fólk grípi til þess ráðs að hundsa og þegja til að koma óánægju sinni á framfæri. Með því að einangra sig vonast einstaklingurinn til þess að hinn aðilinn átti sig á því að eitthvað bjátar á.

„Einangrun getur valdið auknum vandamálum í sambandinu,“ segir prófessorinn Keith Sanford í grein sem birtist á Telegraph. „Þetta er vörn sem fólk notar gjarnan ef því finnst það vera undir árás. Það er bein tenging á milli þess að nota þessa einangrunaraðferð og að líða enn verr í sambandinu,“ útskýrir Sanford. Hann segir algegnt að fólk noti aðferðina þegar því finnst maki þeirra vera að gagnrýna sig. Þannig reynir það að forðast frekari ógnun en þetta skilar sér bara í aukinni óhamingju að sögn Sanford.

Algengt hjá sorgmæddum

„Þetta er algengt hjá þeim einstaklingum sem hafa áhyggjur af því hvort maki þeirra elskar þá. Þessir einstaklingar eru gjarnan sorgmæddir, sárir og viðkvæmir. “

Sanford segir að það sé algengt að annar aðilinn í sambandinu sýni þessa hegðun á meðann hinn aðilinn er heimtufrekur. „Þvi meira sem annar heimtar, því meira einangrar hinn sig.“

„Þetta er vandamál sem báðir aðilar þurfa að vera vakandi fyrir,“ útskýrir Sanford sem mælir með að fólk sýni hvort öðru kurteisi og nærgætni þegar vandamálið gerir vart við sig.

Það skilar ekki miklu að þaga yfir vandamálum og óhamingju.
Það skilar ekki miklu að þaga yfir vandamálum og óhamingju.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál