Eiginleikar sem viðkunnanlegt fólk býr yfir

Það er mikilvægt að hlusta á annað fólk og nýta …
Það er mikilvægt að hlusta á annað fólk og nýta samræður til að læra meira um vini sína og kunningja.

Sumt fólk er auðvelt að líka við og vera í kringum. En af hverju? Hvað gerir einstakling viðkunnanlegan? Hér eru nokkrir eiginleikar sem einstaklega viðkunnanlegt fólk á sameiginlegt.

Þau tileinka sér jákvætt hugarfar og láta aðra vita af því.
Þeir sem einbeita sér að því að vera jákvæðir eiga oftar en ekki auðveldara með að eiga í samskiptum við aðra og skapa sér þannig jákvæðan orðstír.

Þau eru nærgætin og vinaleg.
Þeir sem eru ákveðnir en vinalegir þegar þeir tala eru gjarnan sagðir góðir í samskiptum.

Þau veita því sem aðrir hafa að segja athygli.
Það er nauðsynlegt að hlusta á það sem aðrir segja ef maður vill eignast vini.

Þau halda ró sinni undir flestum kringumstæðum.
Að gera úlfalda úr mýflugu er aldrei vænlegt til vinnings. Stundum er betra að þegja en að nota blótsyrði.

Þau eru þolinmóð.
Það er mikilvægt að segja réttu hlutina á rétta tímanum. Þeir sem eru þolinmóðir hafa forskot á þá sem eru óþolinmóðir og fljótfærir.

Þau eru frjálslynd.
Þeir sem vilja bara umgangast lítinn og afmarkaðan hóp fólks eru svo sannarlega að missa af. Þeir sem vilja vaxa og dafna sem einstaklingar ættu að vera opnir fyrir nýjum hugmyndum.

Þau eru brosmild.
Bros er stór kostur þegar kemur að mannlegum samskiptum. Bros fær fólk til að slaka á og opna sig.

Þau þurfa ekki að koma öllum skoðunum sínum á framfæri.
Viðkunnanlegt fólk veit að það er ekki alltaf þess virði að segja skoðanir sínar ef þær gætu móðgað eða sært fólk.

Þau fresta ekki mikilvægum hlutum.
Fólk sem frestar ávallt mikilvægum hlutum sendir frá sér þau skilaboð að það sé hrætt við að láta til skarar skríða og það getur verið fráhrindandi.

Þau gera að minnsta kosti eitt góðverk á dag.
Geðþekkt fólk hjálpar öðrum án þess að búast við að fá eitthvað í staðinn.

Þau læra af mistökunum.
Það er alltaf aðdáunarvert að sjá fólk læra af mistökum sínum í staðinn fyrir að velta sér upp úr þeim.

Þau veita fólkinu í kringum sig mikla athygli.
Það er mikilvægt að hlusta á annað fólk og nýta samræður til að læra meira um vini sína og kunningja. Viðkunnanlegt fólk gefur öðrum tíma til að tjá sig.

Þau hrósa öðrum af einlægni.
Það er alltaf jákvætt að hrósa öðrum en þó er varasamt að hrósa um of því það gæti virst uppgerðarlegt.

Listinn birtist upprunalega á heimasíðunni BusinessInsider.com.

Jack Black í hlutverki Bernie í samnefndri kvikmynd. Hann var …
Jack Black í hlutverki Bernie í samnefndri kvikmynd. Hann var afar viðkunnanlegur framanaf í þeirri mynd.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál