Hún nældi sér í einn kynkaldan

Það er mikilvægt að ræða vandamálin í sambandinu um leið …
Það er mikilvægt að ræða vandamálin í sambandinu um leið og þau koma upp.

Ráðgjafinn Logan Hill heldur áfram að svara spurningum lesenda Cosmopolitan.com.

„Ég og kærastinn höfum verið saman í tvö ár núna. Hann segist ekki vera þessi „rómantíska týpa“ og kemur mér aldrei á óvart með blómum eða sætum stefnumótum, jafnvel þó að hann viti að ég kunni að meta slíkt. Það versta við þetta er svo að hann knúsar mig aldrei eða heldur utan um mig þegar við stundum kynlíf. Það fer aldrei meira en ein mínúta í forleik. Við kyssumst ekkert, sem við gerðum í byrjun sambands, fyrir utan einn snöggan kveðjukoss. Þetta er virkilega gremjulegt, ég veit samt að hann er algjörlega skuldbundinn mér og myndi aldrei halda framhjá mér. Hann leggur sig allan fram við að vera almennilegur við vini mína og fjölskyldu og er alltaf til staðar þegar ég þarf á honum að halda,“ skrifar ein örvæntingafull ung kona.

Logan Hill er með ráð undir rifi hverju og svarar þessari örvæntingafullu konu:

„Ég er viss um að þú ert ringluð. Í bíómyndum og sjónvarpsþáttum sér maður bara menn sem eru kynlífsóðir og fá aldrei nóg af kynlífi, þeir eru alltaf að eltast við einhverjar stelpur eða að skjóta á kynkaldar eiginkonur sínar. Við sjáum ekki ekki marga kynkalda menn á hvíta tjaldinu, en þeir eru til. Það lítur út fyrir að þú hafir nælt þér í einn slíkan.“

„Mér heyrist hann vanalega koma vel fram við þig þannig að þetta hlýtur að vera ruglandi þegar hann er svona fjarlægur á vissum sviðum. Þú segir hann vita að þú kunnir að meta rómantík en það er greinilega eitthvað sem er ekki að virka. Kannski er hann alveg glórulaus. Kannski hefur hann aldrei áður verið í svona sambandi eins og þú villt eiga með honum. Kannski er hann ekki tilbúinn til að færa fórnir og skilur ekki að þegar maður elskar manneskju verður maður að koma til móts við þarfir hennar,“ segir Hill og mælir með að konan opni sig við kærastann.“

Ætti að útskýra málið fyrir honum frá a-ö

„Byrjaðu á að segja honum að þú elskir hann og að þú sért hamingjusöm en láttu hann vita að þú hafi tekið eftir breytingum í sambandi ykkar og að þið ættuð að ræða saman til að bæta samband ykkar enn frekar.“

„Segðu honum að þú hafir alltaf verið ástríðufull manneskja sem nýtur þess að kyssast og stunda kynlíf og forleik. Að þú kunnir að meta blóm og stefnumót. Segðu honum að þú viljir meiri nánd. Láttu hann vita að það sé þér mikilvægt að hann leggi sig fram í þessari deild. Segðu honum nákvæmlega hvað þú villt, jafnvel þó það hljómi kjánalega.“

„Spurðu hann svo hvort að það sé eitthvað sem þú getur gert til að láta honum líða betur.  Ekki gera ráð fyrir að hann viti hvað þú villt en vilji ekki gera þér til geðs. Það hljómar eins og honum þyki mjög vænt um þig. Bara ekki láta þessa gremju magnast upp hjá þér án þess að ræða hlutina við kærastann.“

Margar konur kunna vel að meta falleg blóm.
Margar konur kunna vel að meta falleg blóm.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál