Reyndi að barna hana í upphafi sambands

Unga konan er hrifin af manninum en er þó óviss …
Unga konan er hrifin af manninum en er þó óviss með hvert sambandið stefnir.

Á heimasíðu Cos­mopolit­an má finna spurn­ing­ar frá les­end­um og svör frá sérfræðingnum Logan Hill. Í þetta sinn svarar Hill spurningu frá konu sem segir kærasta sinn hafa reynt að barna sig án þess að hún vildi það.

„Nýi kærastinn minn og ég höfum verið saman í tvo mánuði. Hann talar stanslaust um hjónaband og barneignir. Hann hefur meira að segja viðurkennt að hafa ekki notað smokk  í fyrsta sinn sem við sváfum saman, í von um að barna mig. Mér líkar virkilega, VIRKILEGA, vel við hann. Hann lætur mér líða vel með sjálfa mig og kemur fram við mig eins og prinsessu, en ég er hrædd um að hann sé að reyna að festa mig í einhverju sem ég er ekki tilbúin í. Hvað á ég að gera?“ Þetta er spurning örvæntingafullrar konu sem er afar hrifin af kærasta sínum en er þó efins um sambandið.

„Vó. Þessi gaur þarf að hægja verulega á sér. Þú þarft að stíga eitt skref aftur á bak og hugsa málið. Villt þú fara út í eitthvað svona alvarlegt með þessum manni svona hratt? Af hverju vill þessi maður stökkva skyndilega út í foreldrahlutverkið og hjónaband? Auðvitað verður fólk yfir sig ástfangið en það er mun á að verða ástfangin og að verða klófestur,“ segir Logan Hill.

„Þú ættir að hafa áhyggjur af þessu.“ Hill segir að sú staðreynd að maðurinn hafi reynt að barna hana strax í upphafi sambands sé algjörlega galin. „Vertu viss um að þú sért ekki að leyfa honum að stjórna sambandinu algjörlega. Þú verður að vera ákveðin,“ segir Hill og hvetur konuna til að reyna að kynnast manninum betur áður en hún tekur næsta skref með honum.

„Ef þér líður eins og hann sé að reyna að festa þig, þá er hann sennilega að því. Treystu innsæinu, stundaðu öruggt kynlíf og taktu hlutunum rólega.“

Sumir þrá ekkert heitara en að ganga í hjónaband.
Sumir þrá ekkert heitara en að ganga í hjónaband. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál