Hjálpa konum að finna kvenvæna vinnustaði

„Með því að búa til vettvang fyrir konur, þar sem …
„Með því að búa til vettvang fyrir konur, þar sem þær geta gefið vinnustöðum og veitendum sínum nafnlausa einkun, hvetjum við til úrbóta svo að vinnustaðir verði kvenvænni,“segir Ursula. ERIC FEFERBERG/AFP

Á sérstakri vefsíðu, InHerSight, geta konur, búsettar í Bandaríkjunum, gefið núverandi eða fyrrum vinnustað sínum einkunn út frá því hversu vel þeir sinna þörfum kvenna. Eigandinn stefnir að því að gera vefinn að einskonar TripAdvisor fyrir konur á vinnumarkaði. 

Í viðtali við Huffington Post segir stofnandi síðunnar, Ursula Mead, að með því að hafa upplýsingarnar opinberar séu fyrirtækin hvött til að bregast frekar við sérstökum þörfum kvenna sem eru ekki alltaf þær sömu og karla. 

Á Facebook síðu InHerSight er tilgangi síðunnar lýst þannig að konum gefist þar kostur á að gefa fyrirtækjum einkunn út frá þáttum sem skipta þær máli, - til dæmis hvað varðar launaðan frítíma, framkomu yfirmanna, stuðning við fjölskyldulíf og hversu margar konur gegni stjórnunarstöðum hjá fyrirtækinu. 

Notendur síðunnar geta meðal annars leitað eftir sérstökum vinnustöðum og skoðað einkunnagjöfina sem þeir fá en meðal þeirra eru risa vinnustaðir á borð við Google og Coca Cola sem og ríkisstofnanir og minni fyrirtæki. 

„Með því að búa til vettvang fyrir konur, þar sem þær geta gefið vinnustöðum og veitendum sínum nafnlausa einkunn, hvetjum við til úrbóta svo að vinnustaðir verði kvenvænni,“ segir Ursula. 

Á vefnum, sem fór í loftið í janúar í fyrra, geta konur gefið einkunn út frá margskonar þáttum, til dæmis hvað varðar sveigjanleika með vinnutíma, fæðingaorlof, tækifæri til stjórnunarstarfa og laun. 

„Við viljum verða eins og TripAdvisor fyrir konur á vinnumarkaði," segir Ursula. „Meðan TripAdvisor aðstoðar ferðalanga við að finna góða gisti- og veitingastaði eða þjónustu viljum við aðstoða konur við að finna sér góða vinnustaði. Það er ekkert sem segir að þetta módel gangi ekki upp með sama hætti.“

"Við viljum verða eins og TripAdvisor fyrir konur á vinnumarkaði," Skjáskot af InHerSight
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál