Þetta ætti ekki að segja við vinnualka

Anna Wintour, ritstjóri Vogue, er sannkölluð A-týpa. Hún vaknar klukkan …
Anna Wintour, ritstjóri Vogue, er sannkölluð A-týpa. Hún vaknar klukkan 5:45 á morgnana og vinnur eins og enginn sé morgundagurinn. AFP

Á heimasíðu Marie Claire má finna lista frá pistlahöfundinum Frank Kabola. Kabola er vinnualki og stoltur af því. Hann er dauðþreyttur á að fólk hneykslist á metnaði sínum fyrir vinnunni og setti því saman lista yfir nokkur atriði sem fólk ætti ekki að segja við vinnualka. 

„Ég las að of mikil vinna væri slæm fyrir heilsuna.“ Allt er slæmt fyrir heilsuna. Ef okkur líkar vel við vinnuna okkar þá mun okkur líða betur ef við klárum öll verkefnin okkar áður en við förum heim í loks dags.

„Finnst þér ekki eins og þú sért að missa af einhverju?“ Eins og hverju? Að fara heim tveimur tímum fyrr til að horfa á lélegt sjónvarpsefni?

„Ég trúi ekki að þér líki í alvörunni vel við starfið þitt.“ Ég vorkenni þér ef þú ert ekki í sömu sporum.

„Persónulega, þá væri ég frekar til í að einbeita mér að hamingjunni.“ Hamingja er afstæð. Sumir finna fyrir hamingju þegar þeir vinna hörðum höndum. Þú gætir fundið hana þegar þú færð þér lúr á sófanum eða ferð í ræktina. Þetta snýst um að gera það sem kemur manni til að brosa.

„Hvernig kemur þú einhverju öðru í verk?“ Um helgar. Á milli þess sem ég svara tölvupósti og svara í símann, augljóslega.

„Værir þú ekki til í að kunna að slaka á?“ Nei, ef við hægjum á okkur þá deyjum við. Við elskum að vera önnum kafin og hafa mörg járn í eldinum.

„Áttu þér ekkert áhugamál?“ Jú, við kunnum bara að nýta tímann okkar vel.

„Ertu í alvörunni að vinna núna?“ Nei, ég er á Twitter. Láttu mig í friði.

„Ég bauð þér ekki vegna þess að ég gerði ráð fyrir því að þú værir upptekin/nn.“ Þó að við séum oft upptekin í vinnunni þá þýðir það ekki að við höfum aldrei tíma til að gera neitt annað en að vinna. Það að þú bauðst mér ekki í partíið þitt, það er bara dónalegt.

„Hvernig ætlar þú að eignast fjölskyldu?“ Við tökum þeirri áskorun þegar tíminn kemur. Og eins og alltaf, þá finnum við leið til að leysa það.

„Slakaðu á.“ Við erum slök. Vinnan þarf ekkert að vera stressandi.

„Það gleður mig að ég sé ekki eins og þú.“ Sama segi ég. Ég myndi ekki vilja vinna við eitthvað sem ég hef ekki áhuga á.

„Taktu þér bara frí í einn dag.“ Og þá þurfum við að vinna helmingi meira þegar við komum til baka í vinnuna?

„Færðu ekki einu sinni greidda yfirvinnu? Nei, ég gleðst yfir vel unnu verki.

„Það getur enginn bannað þér að fara klukkan 18:00 ef þú mættir klukkan 9:00. Það er satt. Og það getur enginn stoppað yfirmanninn minn ef hann ætlar að bögga mig fyrir að vinna ekki vinnuna mína vel.

„Þú þarft að læra að forgangsraða.“ Ég kann það.

Sumum vinnuölkum finnst ekkert tiltökumál að verja 10-12 klukkustundum fyrir …
Sumum vinnuölkum finnst ekkert tiltökumál að verja 10-12 klukkustundum fyrir framan tölvuna í vinnu á dag.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál