Þess vegna „feika“ konur það í rúminu

Konur gera sér upp fullnægingar af ýmsum ástæðum.
Konur gera sér upp fullnægingar af ýmsum ástæðum. mbl.is

Um 80% kvenna gera sér upp fullnægingar samkvæmt nýrri könnun en það þarf kannski ekki að vera svo slæmt. Í ljós kemur að sumar konur verða til dæmis að gera sér upp fullnægingu til að fá raunverulega.

Niðurstöður rannsóknarinnar birtust í læknatímaritinu The Journal of Sexual Archives. Þátttakendur rannsóknarinnar voru 481 gagnkynhneigðar konur sem allar stunduðu reglulega kynlíf en voru þó ekki í alvarlegu sambandi.

Helstu ástæður fyrir því að kona gerir sér upp fullnægingu er til að hlífa bólfélaga sínum, að sögn sérfræðingsins Tracey Cox. Hún skrifaði pistil um málið sem birtist á heimasíðu Daily Mail.

Þegar þátttakendur voru spurðir út í af hverju þær gerðu sér upp fullnægingu voru fjórar ástæður algengastar. Algengasta ástæðan var sú að konurnar vildu ekki særa bólfélaga sína með því að fá ekki fullnægingu. Næstalgengasta ástæðan var hræðsla og óöryggi. Þær vildu að kynlífið væri jákvæð reynsla en óttuðust að hún yrði neikvæð ef þær fengju ekki fullnægingu.

Verða æstari þegar þær feika það

Þriðja ástæðan er afar áhugaverð. Konurnar „feikuðu“ það til að kveikja í sjálfri sér. Sumar sögðu að þegar þær gerðu sér upp fullnægingu þá yrðu þær æstari fyrir vikið og það hjálpar þeim að fá raunverulega fullnægingu.

Og að lokum, margar kváðust „feika“ það til að binda enda á kynlífið þegar þær voru búnar að fá nóg.

Cox trúir að þessi „fake it till you make it“-aðferð geti svo sannarlega hjálpað konum að fá fullnægingu því þegar konur gera sér upp fullnægingu fara þær að anda ört, stynja og hreyfa sig á ákveðinn hátt þannig að fullnæging verður ósjálfráð. Cox mælir þó með því að fólk í sambandi sé yfirleitt heiðarlegt og tali saman.

Tracey Cox hefur skrifað nokkrar bækur um kynlíf og veit …
Tracey Cox hefur skrifað nokkrar bækur um kynlíf og veit eitt og annað um þá iðju.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál