Elítufeministarnir skála í kampavíni

Elítufeministarnir troða sér í toppstöður og skála í kampavíni meðan …
Elítufeministarnir troða sér í toppstöður og skála í kampavíni meðan kynsystur þeirra búa afskiptar við ofbeldi og kúgun skrifar pistlahöfundur. Esben Salling

Elítufeministarnir troða sér í toppstöður og skála í kampavíni meðan kynsystur þeirra búa afskiptar við ofbeldi og kúgun.

„Á meðan þið skálið í kampavíni fyrir alþjóðlegum baráttudegi kvenna, klappið hvor annarri á bakið, tryggið ykkur fleiri stjórnunarstöður og talið um samstöðu búa kynsystur ykkar í þessu landi við nauðgun, ofbeldi og kúgun á hverjum degi,“ skrifar laganeminn og innflytjandinn Silvana Mouazan í beinskeittum pistli sínum á vef danska blaðsins Politiken.

Hún gefur ekkert eftir og segir danska femínista fjarri raunveruleikanum og þá sér í lagi raunveruleika innflytjenda og þeirra kvenna sem eru verst settar í samfélaginu. Hún segir þær karpa um ómerkileg mál og aðallega reyna að koma sjálfum sér áfram meðan það sem máli skiptir er haft útundan. 

Brotna undan álaginu

„Elítan situr á toppnum og er stolt af því hvað nútímakonan er orðin sjálfstæð. Á sama tíma hafa væntingar og kröfur til móðurhlutverksins breyst í takt við breytingar í samfélaginu síðustu 50 árin. Elítan gerir sífellt háværari kröfur til foreldra og sérstaklega einstæðra mæðra sem eiga að ná að sameina atvinnu og fjölskyldulífið. En það eru til konur sem ná ekki að fylgja þessum breytingum. Þær standast ekki væntingarnar og brotna undan álaginu,“ skrifar Mouazan og bendir á að margar konur hafi ekkert bakland, séu félagslega einangraðar og búi enn við ofbeldi af hálfu fyrrverandi eiginmanns sem hafi jafnframt tekist að halda þeim utan við danskt samfélag sem þeim finnst þær ekki tilheyra.

Þras um kynjuð leikföng

Hún talar jafnframt um konur sem hafa verið þvingaðar í vændi og veltir því fyrir sér að meðan danskir þingmenn og konur ræði hvort leyfa eigi vændi áfram eða banna það sé lítið sem ekkert gert fyrir þær innfluttu konur sem gangi þegar um göturnar, neyddar til að stunda vændi.

„Hvað er danskt kvennasamfélag að gera fyrir þær sem eru verst settar í þjóðfélaginu?“ spyr Mouazan. „Í stað þess að nota þessa sameinuðu krafta í þágu þeirra sem þurfa á þeim að halda eru konurnar að eyða orkunni í þras um uppstillingu á kynjuðum leikföngum í stórmarkaði,“ skrifar hún reið.

Barist fyrir kvenréttindum á alþjóðadeginum þann 8. mars.
Barist fyrir kvenréttindum á alþjóðadeginum þann 8. mars. LOIC VENANCE

Þekki málið frá báðum hliðum

„Vel menntaðir elítufeministarnir eru aðallega að berjast fyrir sjálfa sig, koma sér í fleiri stjórnunarstöður og fá hærri laun. Þær eru sjálfskipaðir talsmenn femínismans en hafa aldrei upplifað baráttuna fyrir alvöru á eigin skinni. Sjálf er ég elítukona sem þekki málið frá báðum hliðum og tel að mér sé ætlað að berjast fyrir þessar konur, því hver ætti annars að gera það?

„Að segja við þessar kúguðu konur að þær eigi að koma sér úr fórnarlambshlutverkinu og gera upp vandann jafngildir því að halda þeim áfram í þeirrri stöðu að vera kúgaar,“ skrifar Mouazan en pistil hennar má lesa í heild sinni hér

Barist fyrir kvenréttindum í Frakklandi á alþjóðadeginum þann 8. mars.
Barist fyrir kvenréttindum í Frakklandi á alþjóðadeginum þann 8. mars. LOIC VENANCE
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál