Karlar vilja lengri forleik og meiri nánd

Sálfræðingurinn og kynlífsfræðingurinn Flemming Bogø segir flesta karla vilja meiri …
Sálfræðingurinn og kynlífsfræðingurinn Flemming Bogø segir flesta karla vilja meiri nánd. Mynd: sexlyst.nu

Flestir hafa heyrt gömlu mýtuna um að konur vilji langan forleik en karlar vinda sér beint í verkið.

Samkvæmt nýrri rannsókn er raunveruleikinn allt annar. Karlar þrá meiri nánd í svefnherberginu og telja lengri forleik eina leið til þess. 

Rannsóknin var gerð á vegum danska fríblaðsins 24Timer í samvinnu við YouGov en í niðurstöðunum kemur fram að 450.000 danskir menn sakni nándar í sínu kynlífi. Merkilegt nokk eru það aðeins um 275.000 konur sem segjast vilja meiri nánd. 

Að það séu aðallega karlar sem glíma við þennan vanda kemur kynlífsfræðingnum Flemming Bogø ekki á óvart.  

Mikið feiminsmál

Hann segir að þörf karla fyrir tilfinningalega nánd sé enn mikið feimnismál og að þessi skortur orsaki stinningarvanda og kynlífskvíða hjá mörgum körlum. 

„Meira eða minna allir karlar sem til mín koma eiga erfitt með nánd í sínu kynlífi,“ segir Bogø í viðtali við EkstraBladet. 

„Þessir menn kunna ekki að leysa úr sínum vanda. Þeir fara fyrr í rúmið en makinn, taka vinnuna með heim eða leita annarra leiða til að þurfa ekki að ræða þetta við maka sinn, með öðrum orðum gera þeir það sem þeir geta til að þurfa ekki að upplifa vandræðalegt samtal um málið. Konurnar átta sig oft ekki á þessu fyrr en parið kemur í viðtal til mín,“ segir kynlífsfræðingurinn. 

Konurnar oft annars hugar

Kollegi hans, Bernadette Grandjean, tekur í sama streng og segir það algenga fordóma að karlar vilji bara drífa sig í málið meðan konur kjósi ást, nánd og meiri tilfinningalega samveru.

„Ég er satt að segja ekki hissa að heyra að það séu að mestu karlarnir sem sakna þess að upplifa nánd í kynlífinu sínu. Konur eru oft annars hugar þegar þær stunda kynlíf og eru þá að hugsa um eitthvað sem kemur málinu ekkert við. Til dæmis þvotta, hvað þær eiga að taka með á hlaðborð í leikskólanum eða eitthvað í þeim dúr. Nú eða að klukkan sé orðin margt og kominn tími á svefn af því að þær þurfa að vakna snemma. Karlinn finnur auðvitað fyrir þessu ef hann er ekki bara að hugsa um að fá stutta útrás,“ segir Grandjean í viðtali við danska ritið 24timer. 

Að lokum má geta þess að báðir kynlífsfræðingarnir eru sammála um að það sé batamerki, eða mjög jákvætt, að karlar séu byrjaðir að viðurkenna þörf sína fyrir meiri nánd. 

Meiri nánd takk.
Meiri nánd takk. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál