Krabbameinssjúkir vilja ekki þessar spurningar

Leikkonan og leikstjórinn Angelina Jolie er meðal þeirra sem hafa …
Leikkonan og leikstjórinn Angelina Jolie er meðal þeirra sem hafa háð mikla baráttu við krabbamein. AFP

1. Þú greindist að minnsta kosti snemma.  Hversu snemmt er snemmt? Og var þetta nógu snemma? Að greinast með krabbamein hefur gríðarleg áhrif á líf allra. Líklegast fer manneskjan í aðgerð, lyfjameðferð, geislameðferð og þessu fylgir sársauki, kvíði, depurð og svo framvegis. Auðvitað eru alltaf einhverjir sem hafa upplifað það verra en manneskja sem greinist með krabbamein á alltaf eftir að óska þess að það hafi uppgötvast aðeins fyrr, svo ekki nudda henni upp úr því. 

2. „Ertu hrædd/ur“ Hvernig á að vera hægt að svara þessu? Auðvitað er ég hrædd/ur. Ég var að fá greiningu sem allir eru skíthræddir við að fá. En ég er að reyna að vera hugrökk/rakkur hérna. Eini valkosturinn sem er í boði er að berjast gegn þessu svo þú mátt til með að berjast með mér. Ef ég er í stuði þá máttu vera í stuði með mér, ef ég er niðurdregin/n og neikvæð/ur þá máttu til með bara að hlusta. Ekki hjálpa mér að verða enn hræddari með því að spyrja hvort ég sé hrædd/ur. 

3. „Vandamálin mín virðast svo léttvæg núna!" OK, ef ég á að vera alveg hreinskilin/n við þig þá já, en flest vandamál eru hrikalega léttvæg í samanburði við krabbamein. Það gerir þau samt ekki ómerkileg. Þetta er hluti af því sem ég elska við vináttu okkar. Að velta okkur saman upp úr skilaboðum frá manni sem þú ert hrifin af, að hlusta á þig hata yfirmann þinn, mig langar ekki til að það hætti. Þó að ég sé veik/ur þá gerir það ekki líf þitt ómerkilegt. Mundu samt að ef mér liggur eitthvað svakalegt á hjarta, leyfðu mér þá bara að tala á undan. 

4. „Natalie Portman var ekkert smá sæt þegar hún var sköllótt." Já, hún var æðisleg. Getur Natalie Portman verið annað en æðisleg. Hún var líka með förðunarfræðing í liði með sér og heilt teymi af fólki sem sá til þess að hún væri æðisleg. Ég er með rakvél inni á baði og lífshættulegan sjúkdóm. Ekki það sama. Segðu mér að ég sé líka falleg með ekkert hár, rakaðu sjálf af þér allt hárið og sýndu stuðning í verki! Hey, til hvers eru vinir?! 

5. „Ég sá grein um nýja lækningu á Facebook“ Það eru allir með lausnina, borðaðu snákaskinn, borðaðu grænmeti, gerðu þetta gerðu hitt. Ég er ekki að segja að allar þessar lausnir, og það koma nýjar í hverri viku, séu ekki að virka, en satt að segja verð ég að fá að treysta mínu innsæi og mínum læknum fyrir því hvað hentar best í mínum aðstæðum. Ekki móðgast þó ég segi pass við töfralausnunum. 

6. „Hvernig heldurðu að þú hafir veikst?“ Já, fólk hefur spurt að þessu. Læknarnir vita það ekki. Stundum er lífið bara tilviljanakennt og maður er óheppinn. Spurningin fær mann bara til að hugsa aftur í tímann en ekki fram á við, og það sem maður þarf þegar maður er með krabbamein er að hugsa fram á við. Og ekki spyrja mig hvort ég hafi áhyggjur af því að fá þetta aftur. Eitt í einu góða. 

7. „Þetta hlýtur að vera skelfilegt fyrir þig!" Krabbamein er glatað. Það er ljótt, ómannúðlegt og ömurlegt. Það drepur bæði líf og splundrar fjölskyldum. En lífið er fallegt og að lifa með eða án sjúkdóms eru forréttindi. Ég get með sanni sagt að það hafa verið stundir í lífi mínu, eftir að ég greindist, sem hafa verið betri og fallegri en hápunktarnir sem ég átti fyrir greiningu. Ekki halda að ég sé gröm yfir þessu öllu. Tölum frekar um framtíðina og nýju fötin sem ég kaupi mér þegar ég fæ nýju brjóstin!

8. „…" Ekki segja eða gera ekki neitt. „Ég hélt það væru bara allir alltaf að hringja í þig“. Eða „Ég vildi bara gefa þér rými.“ Þetta er ekki það sem mann langar til að heyra. Ekki hika við að sýna mér stuðning. Við með krabbamein fáum allskonar heimskulegar spurningar en ekki vera hrædd við að segja að þú vitir ekki hvað þú eigir að segja. Þú baðst ekki um að fá krabbamein í líf þitt frekar en ég. Samt er það til staðar í lífi okkar beggja. Spurðu bara hvernig þú getir hjálpað, vertu til staðar þegar ég þarf á þér að halda, lífið, vinátta snýst um það, hvort sem maður er með krabbamein eða ekki. 

(þýtt og endursagt af Cosmopolitan.com)

Natalie Portman var sköllótt í myndinni V for Vendetta.
Natalie Portman var sköllótt í myndinni V for Vendetta. mbl.is/Cover Media
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál