10 hlutir sem þú þarft að íhuga fyrir sambúð

Þú átt eftir að geta eldað fyrir tvo ekki ekki …
Þú átt eftir að geta eldað fyrir tvo ekki ekki reikna með fleiri partýum, nema þú planir þau. Mynd: Skjáskot af fabyourbliss

1. „Það er ekkert merkilegt að við séum að fara að búa, við erum hvort sem er alltaf saman. Hvað á eftir að breytast?“ 

Góð!

2. „Nú getum við bara verið saman um helgar án þess að plana það eitthvað sérstaklega... og við getum stundað meira kynlíf“  

Einmitt, góð!

3. „En heyrðu, á fólk alveg eftir að hætta að hafa samband við mig af því ég er komin í sambúð og það reiknar ekki með að ég nenni að koma með í allskonar viðburði og partý?“

Já, líklegast. En leiðinlegt fólk í sambúð getur líka skemmt sér. Þú þarft bara að hafa aðeins meira fyrir því. Plana og plotta. Bjóða heim. Um leið og svona plön eru komin í gott flæði getur þú andað rólega. 

4. „Og er þá hjónaband núna á næsta leiti?“

Nei, hættu nú. Þið eruð bara að fara að búa saman. Ef þig langar að trúlofast þá skaltu gera það en ef ekki, þá skaltu sleppa því. Að fara í sambúð er vissulega stórt skref en það þarf alls ekki að leiða til hjónabands. Mundu að sambúðin gæti líka leitt til þess að þið hættið saman svo stígðu bara rólega til jarðar. 

5. „Ef ég stend sjálfa mig að því að sitja enn í sófanum hjá vinkonu minni klukkan 3 um nótt að drekka rauðvín, verð ég þá að fara heim? Verð ég alltaf að fara heim meðan aðrir eru að skemmta sér?“

Þetta veltur auðvitað á því hvað þú ert gömul en hafðu ekki miklar áhyggjur, þú átt eftir að komast yfir þetta fljótlega.

6. „Núna get ég byrjað að elda fyrir tvo!“

Þegar þú eldar bara ofan í eina manneskju þá stendurðu þig endalaust að því að vera að henda mat. Núna þarftu ekki að hafa áhyggjur af því hvað þú eldar mikið, það verður alltaf einhver til í að borða afganginn, taka restina með í vinnuna eða borða næsta kvöld. Hvort sem það ert þú eða sambýlingurinn. 

7. „Hvað með klósettferðirnar, er ekki vandræðalegt ef hann tekur eftir því að ég er búin að vera lengi? Á hann eftir að heyra mig gera númer tvö?“

Við erum öll manneskjur, stelpur kúka líka. Eins og Elsa í Frozen sagði „let it go“. Eða hækkaðu í sjónvarpinu rétt áður en þú ferð inn. Eða hafðu hurðina opna. Gerðu bara það sem virkar fyrir þig. Það er misjafnt hvað hverjum og einum finnst þægilegt. Þú finnur eitthvað út úr þessu. 

8. „Hvernig fáum við tíma bara fyrir okkur sjálf, - frá hvort öðru.“

Áður en þið byrjið að búa þá snýst allt um að finna tíma til að vera saman, án annarra. En eftir að sambúð hefst þá þarf að finna tíma bara fyrir sjálfa sig, aðallega af því þið eigið eftir að fara í taugarnar á hvort öðru og þú þarft auðvitað að rasa út við bestu vinkonu um málið. 

9. „Hvað ef við hættum saman“

Góð og gild spurning. Vonandi eigið þið ekki eftir að hætta saman en það gæti auðvitað komið til svo það er ágætt að hugsa þann leik til enda. Hvað muntu gera, hvernig ætlarðu að framkvæma sambúðarslitin? Þú hugsar kannski að annaðhvort þú eða hann muni bara flytja en ef hvorugu ykkar langar til þess, og þið eruð búin að kaupa allskonar hluti saman, þá verður þetta flókið. Ekki láta svona pælingar aftra þér frá því að hefja sambúðina samt. Stundum fer fólk í sundur eftir 30 ár, stundum eftir 3, stundum eftir 3 mánuði og stundum alls ekki. Það sem gerist, gerist. #Lífið

10. „Ég hugsa að þetta verði allt í lagi, það er ekkert sem hann/hún veit ekki um mig nú þegar.“ I

Þitt innra frík er búið að bíða spennt eftir því að fá að brjótast út alveg frá því að þið byrjuðuð saman. Nú verður það ekki stöðvað lengur, mundu bara að hans innra frík á líka eftir að koma fram. En ef ykkur tekst að elska fríkuðu hliðar hvors annars þá hafið þið, kæru vinir, fundið sanna ást. Gangi ykkur vel! 

Þýtt og endursagt af Huffington Post.

Leikaraparið Tony Curtis og Janet Leigh heima hjá sér upp …
Leikaraparið Tony Curtis og Janet Leigh heima hjá sér upp úr 1950
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál