„Ég svaf hjá gaur sem á kærustu“

Framhjáhald er ein helstu orsök þess að fólk hættir saman.
Framhjáhald er ein helstu orsök þess að fólk hættir saman. mbl.is/AFP

„Ég svaf hjá gaur sem lætur mér líða frábærlega. Við deilum áhugamálum og húmor en hann á kærustu. Ég vissi það þegar við sváfum saman og mér hefur liðið illa yfir þessu síðan þá. Ég bjóst ekki við að eitthvað myndi gerast á milli okkar en ég lét undan og stoppaði hann ekki af. Hann er fyrsti strákurinn sem ég hef gert eitthvað með, hann veit það ekki, og ég veit ekki hvernig ég á að komast yfir þetta,“ segir ung stúlka í bréfi sínu til Logan Hill, blaðamanns Cosmopolitan

„Ef þú hefur „deitað“ fleiri en eina manneskju þá hefur þú að minnsta kosti gert ein mistök. Allir hitta á ranga manneskju á einhverjum tímapunkti. Og stundum gerum við stórkostleg mistök,“ segir blaðamaðurinn og sambandssérfræðingurinn Hill í svari sínu til ungu stúlkunnar.

„Lærðu af reynslunni en ekki velta þér of mikið upp úr mistökunum. Stefnumót snúast um mistök. Við byrjum að hitta fólk og það er gaman... þangað til það er það ekki lengur. Við föllum fyrir rangri manneskju og hún særir okkur. Svo særum við einhvern annan. Við höldum að við eigum margt sameiginlegt með einhverjum en komumst að því að svo er ekki. Og já, stundum sofum við hjá fólki sem á maka. Þú gerðir mistök. Reyndu að gera það ekki aftur.“

„Það er ekkert sem þú getur gert í því núna“

„Þú svafst hjá manni sem á kærustu og það lét þér líða illa. En það er ekkert sem þú getur gert í því núna. Það eina sem þú getur gert er að læra af mistökunum, fyrirgefa sjálfri þér og reyna að vera varkár í framtíðinni. En ekki vera það varkár að þú hættir að taka sénsa.“

„Allir sem taka áhættur gera mistök. Vonandi lærum við af þeim og gerum þau ekki aftur. Og vonandi eyðir þú ekki það miklum tíma í eftirsjá að þú hættir að taka áhættu.“

Í Cosmopolitan má finna ýmis sambands- og kynlífsráð.
Í Cosmopolitan má finna ýmis sambands- og kynlífsráð.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál