Hvað gerist í samböndum eftir framhjáhald?

Leikarinn Jude Law er þekktur framhjáhaldari.
Leikarinn Jude Law er þekktur framhjáhaldari. AFP

Framhjáhald er algeng ástæða fyrir því að ástarsambönd fólks fara í vaskinn en hvað er það sem gerist á milli fólk þegar upp kemst um framhjáhald?

Þó að fólk geti oft „fyrirgefið“ framhjáhald getur það haft mikil áhrif á sambandið um ókominn tíma. Á heimasíðu Bustle má finna nokkrar reynslusögur frá lesendum síðunnar. Hérna koma nokkrar þeirra þar sem fólk segir frá sinni reynslu af framhjáhaldi.

  1. „Ég sætti mig við framhjáhaldið í fjögur ár. Fjögur ár! Einstaka sinnum hefndi ég mín með því að halda framhjá líka, en það olli bara meiri erfiðleikum. Við ræddum aldrei af hverju við vorum áfram saman en ég veit að það var vegna þess að við vorum svo háð hvort öðru,“ segir hin 27 ára Sadie.

  2. „Ég hélt framhjá fyrrverandi kærastanum mínum þegar ég var í háskóla. Hann sagði að honum væri alveg sama og bað mín stuttu seinna. Seinna dró hann bónorð sitt til baka og kvaðst ekki elska mig nógu mikið til að giftast mér. Þetta hafði slæm áhrif á sjálfsálit mitt, en við vorum saman í fimm ár til viðbótar. Þá fór ég til Ástralíu og og hélt framhjá með frábærum manni sem kenndi mér á gæsku og ást. Árið eftir hætti ég með Eddie. Þannig að ég hélt tvisvar framhjá en við vorum áfram par vegna þess að við elskuðum hvort annað. En í ljós kom að við elskuðum hvort annað á einhvern óheilbrigðan hátt,“ segir hin 28 ára Rachel.

  3. „Ég var áfram með einstaklingi sem hélt framhjá mér vegna þess að ég var barnaleg og trúði afsökunum hans. Svo hélt hann áfram að halda framhjá og ég var með honum í ár til viðbótar. Hann fékk alltaf sínu framgengt,“ útskýrir hin 34 ára Tanya. Hún kveðst ekki vilja ganga í gegnum þessa lífreynslu aftur. „Ég veit ekki hvort ég gæti höndlað það.“

  4. „Ég hef oft haldið framhjá. Í fyrsta skiptið var það mikið áfall, en í dag sýnir eiginmaður minn mér skilning. Aðstæður okkar eru svolítið óvenjulegar samt. Hann er alveg kynkaldur vegna þunglyndislyfja sem hann tekur, hann hefur nánast enga kynhvöt. Ég entist í tvö ár án kynlífs. Við gerðum það kannski þrisvar sinnum á tveimur árum. Svo missti ég mig og tók æði. Ef samband okkar væri alveg eðlilegt þá myndi mér líða mjög illa, en í ljósi aðstæðna... Við höfum við komist að samkomulagi. Ég ferðast mikið vegna vinnunnar þannig að ég má „gera það sem ég þarf að gera“ í vinnuferðum,“ segir hin 31 árs Michael.
    Rannsóknir hafa sýnt fram á að kynlífsleysi getur skapað vandamál …
    Rannsóknir hafa sýnt fram á að kynlífsleysi getur skapað vandamál innan hjónabandsins.

  5. „Seinasti kærastinn minn hélt framhjá mér mánuði eftir að ég sagðist mögulega geta hugsað mér að vera í opnu sambandi, en hann sagðist ekki vilja það. Ég fattaði þetta nánast strax vegna þess að hegðun hans í kringum símann sinn breyttist mikið. Þar sem ég hafði verið að halda framhjá honum vissi ég nákvæmlega hvað var að gerast,“ útskýrir hin 24 ára Cate sem ákvað að skoða skilaboðin í síma kærasta síns. „Ég ræddi þetta við hann og við hættum saman. Það var ekki framhjáhaldið sem truflaði mig heldur óheiðarleikinn. Að halda framhjá einhverjum eftir að hafa hafnað tillögu þeirra um að vera í opnu sambandi er lélegt.“

  6. „Mig grunaði eitthvað þannig að ég fór að hnýsast og komst að því að hún var að halda framhjá. Þegar ég spurði hana sagðist hún ætla að hætta. Ég elskaði hana svo mikið og fyrirgaf henni, mig langaði bara að halda áfram. En eftir nokkra mánuði sá vinur minn hana með viðhaldinu. Og aftur lofaði hún mér að hún skyldi hætta, og ég trúði henni. Við héldum áfram að vera par vegna þess að ég gat ekki ímyndað mér neitt annað. Ég elskaði hana og trúði að hún bæri virðingu fyrir mér. Ég var með henni í tvö ár áður en ég batt loksins enda á þetta. Hún sagðist vera „í áfalli“ yfir því að ég væri að gefa sambandið upp á bátinn, þegar það var í raun og veru hún sem gaf okkur upp á bátinn tveimur árum áður,“ segir hinn 29 ára Alexander.

  7. „Við höfðum verið gift í næstum því ár þegar við byrjuðum bæði að halda framhjá. Við íhuguðum að vera í opnu hjónabandi en áttuðum okkur á að það myndi aldrei ganga upp. Við ákváðum að fyrirgefa hvort öðru og gleyma þessu því við skömmuðumst okkar. En eftir tvö ár þá skildum við. Það var betra að þurfa að skammast sín í staðinn fyrir að særa hvort annað meira,“ segir hin 28 ára Alexis.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál