Svona kemst þú yfir ástarsorgina

Það getur verið erfitt að koma sér upp úr ástarsorg.
Það getur verið erfitt að koma sér upp úr ástarsorg. mbl.is/AFP

„Sambandsslit eru sjaldan snyrtileg og þau valda yfirleitt mikill sorg. En þau gera manni samt kleyft að vaxa og dafna,“ segir Lotus Kruse í pistil sinn á My Tiny Little Secrets. Kruse hefur gengið í gegnum nokkur sambandsslit og hefur lært eitt og annað af þeim. Hérna koma sjö góð ráð sem hafa hjálpað henni í gegnum erfiða tíma.

Berðu virðingu fyrir tilfinningum þínum

„Ekki dæma sjálfa þig eða bæla niður tilfinningar þínar. Leyfðu þér að finna fyrir tilfinningum þínum, alveg sama hversu heltekin þú ert.“

Vertu þolinmóð

„Það er óþarfi að flýta sér. Þú þarft ekkert að jafna þig á mettíma. Hjartað býr yfir visku sem hugur þinn býr ekki yfir, leyfðu því að ráða ferðinni.“

Treystu ástinni

„Í fyrstu er fellibylur af sorg og sársauka í hjarta þínu, en þú munt jafna þig. Það breytist allt að lokum. Treystu því að ástin muni finna þig á nýjan leik.“

Tjáðu þig

„Ótal lög og ljóð hafa verið samin um ástarsorg. Ég fann leið til að tjá tilfinningar mínar. Ég tók ljósmyndir og skrifaði. Ég byrgði ekki tilfinningar mínar inni, það hjálpaði.“

Farðu vel með þig

„Farðu vel með sjálfa þig. Finndu nýjar leiðir til að næra bæði líkama og sál. Því betur sem þú ferð með þig, því fyrr jafnar þú þig.“

Fáðu stuðning

„Þú gætir þurft að draga fyrir gluggana og slökkva á símanum þegar þú ert að ganga í gegnum ástarsorg. En um leið og þú dregur aftur frá og hringir í mömmu þína eða vinkonu til að ræða málin þá verður allt betra.“

Elskaðu sjálfa þig

„Veittu sjálfri þér unað og fullnægðu þér. Vektu líkamann upp frá dái. Við fullnægingu leysir líkaminn ákveðin hormón úr læðingi, þessi hormón draga úr stressi og þunglyndi.“

Það muna örugglega margir eftir atriðinu þegar Mr.Big sveik Carrie …
Það muna örugglega margir eftir atriðinu þegar Mr.Big sveik Carrie Bradshaw á brúðkaupsdaginn þeirra. Við tók heljarinnar ástarsorg hjá Carrie. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál