„Einhver af elskhugum þínum hefur „feikað“ það“

Tracey Cox segir flestar konur (ef ekki allar) hafa gert …
Tracey Cox segir flestar konur (ef ekki allar) hafa gert sér upp fullnægingu.

Nýjasti pistill kynlífssérfræðingsins Tracey Cox er virkilega áhugaverður en í honum bendir hún öllum gagnkynhneigðum karlmönnum að kærustur þeirra eða konur hafa mjög líklega gert sér upp fullnægingu.

„Það er mun auðveldara að gera karlmanni til geðs í rúminu heldur en konu. Konur eru flóknar,“ skrifar Cox í pistil sinn sem birtist á Mail Online. Hún vill í rauninni meina að kvenlíkaminn sé það flókinn að sumar konur skilji hann ekki almennilega sjálfar.

„Kynhvöt kvenna stýrist að miklu leiti af hormónajafnvægi og það er óútreiknanlegra heldur en lottótölur,“ útskýrir Cox. Hún bendir einnig á að óöryggi geti haft áhrif á getu kvenna til að fá fullnægingu.

„Það er yfirleitt erfiðara fyrir konu að fá fullnægingu heldur en karla, en reyndar geta sumar konur fengið það á innan við fimm mínútum undir réttu kringumstæðunum og með hjálp réttrar tækni og/eða tóla.“

Auðveldast að fá það án karlmanns

„En hver er einfaldasta leiðin fyrir konu að „fáða? Í einni könnun, það sem 500 konur tóku þátt, sögðu 34% að auðveldast væri að fá það þegar þær notuðu fingurna. 14% sögðu með titrara. Þarna er næstum því helmingur sem á auðveldast með að fá það án karlmanns.“

„Já, einhver af elskhugum þínum (ef ekki allir) hefur „feikað“ það og þú gast, eða getur, líklegast ekki áttað þig á því. Það eru einhverjar vísbendingar, en það er ekki alltaf að marka þær,“ segir Cox sem nefnir rautt andlit, rauða bringu, hraðan hjartslátt og viðkvæman sníp sem dæmi.

„En það er ein leið til að sjá til þess að kærastan „feiki það ekki,“ segir Cox. Hún mælir með að karlmenn fullvissi bólfélaga sína um að það sé í lagi þeirra vegna ef hún fær það ekki. Hún mælir með að karlmenn geri sitt besta án þess þó að þrýsta á konuna að fá fullnægingu, því þá gæti hún fundið fyrir stressi.

„Vilt þú vita hvernig þú verður besti elskhugi sem hún hefur átt? Láttu hana segja þér hvað henni líkar. Samskipti eru lykillinn.“

Tracey Cox hefur skrifað nokkrar bækur um kynlíf.
Tracey Cox hefur skrifað nokkrar bækur um kynlíf.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál