Gagnkynhneigðar konur óska eftir kynlífi með konum

Á netinu má finna ótal auglýsingar frá gagnkynhneigðum konum í …
Á netinu má finna ótal auglýsingar frá gagnkynhneigðum konum í samböndum sem vilja stunda kynlíf með konu. „Eiginmaður minn mun ekki taka þátt né vita af þessu,“ segir í einni auglýsingunni.

Smáauglýsing sem birtist nýverið á Craigslist hefur vakið mikla athygli en í auglýsingunni óskar ung kona eftir góðri vinkonu. Vinkonan þarf að fara með henni á tónleika og í handsnyrtingu og geta rætt um strákamál. Til viðbótar þarf þessi „vinkona“ að vilja stunda kynlíf með henni.

„Ég á eftir að minnast á að við eigum ekki eftir að geta látið hvor aðra í friði þegar við erum einar,“ segir í auglýsingunni. Unga konan minnist svo á ástríðufulla kossa og munnmök.  

Þessi auglýsing hefur farið sem eldur um sinu síðan hún birtist á Craigslist en auglýsingin er reyndar ekkert einsdæmi. Samskonar auglýsingar, þar sem gagnkynhneigðar konur auglýsa eftir konum sem vilja stunda með þeim kynlíf, eru algengar á Craigslist og öðrum álíka síðum.

Eiginmennirnir vita oftast ekkert

„Þetta er algengt fyrirbæri,“ segir Chelsea Reynolds sem stundar nám í háskólanum í Minnesota. Reynolds hefur rannsakað birtingamynd kynjahlutverka og kynhneigðar í fjölmiðlum og skoðaði meðal annars auglýsingar þar sem fólk óskar eftir kynlífi. Þetta kemur fram í grein Cosmopolitan.

Í rannsókn sinni rakst Reynolds á ótal auglýsingar frá gagnkynhneigðum konum í samböndum sem vildu stunda kynlíf með konu. „Eiginmaður minn mun ekki taka þátt né vita af þessu,“ segir í einni auglýsingunni sem Reynolds rakst á. „Ég vil hanga með þér, fara að versla og vera vinkona þín ásamt því að stunda kynlíf,“ segir í annarri. Í flestum tilfellum er þá tekið fram að „vinkonan“ þarf að vera kvenleg og sæt. „Hæ stelpur, ég er 36 ára og gift drullusokk. Ég er að leita mér að fallegri konu til að gefa mér fiðring í magann og fullnægingar.“

Reynolds er sjálf í sambandi með karlmanni en laðast líka að konum. „Það þýðir ekki endilega að þú sért samkynhneigð. Eins og ég hef lýst þessu fyrir mökum mínum í gegnum tíðina: „ég fíla þig í botn. Ég elska að sofa hjá þér en það er eitt sem þú hefur ekki, það er píka“.“

Laðast að konum og körlum en skilgreina sig ekki sem tvíkynhneigðar

Lisa Diamond er prófessor í sálfræði og rithöfundur. Diamond gaf nýverið út bókina Sexual Fluidity: Understanding Women's Love and Desire og í henni fjallar hún meðal annars um það þegar konur laðast að örðum konum er skilgreina sig samt sem gagnkynhneigðar en ekki samkynhneigðar eða tvíkynhneigðar.

Diamond spáir því að í framtíðinni muni þessir stimplar og skilgreiningar jafnvel deyja út. Hlutirnir hafa nú þegar breyst mikið á undanförnum tveimur áratugum að sögn Diamond. „Ef þú gast ekki skilgreint kynhneigð þína [snemma á tíunda áratugnum] þá þýddi það bara að þú varst ekki komin út út skápnum. Í dag er fólk mun líklegra til að nota ekki stimpla á kynhneigð sína. Ég held að það gæti verið heilbrigðasta leiðin.“

Á Craigslist má finna auglýsingar af ýmsum toga.
Á Craigslist má finna auglýsingar af ýmsum toga.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál