Hún bjó til „feitan“ og „mjóan“ prófíl

Skjáskot af heimasíðu Metro. Yvette Caster gerði tilraun á stefnumótasíðunni …
Skjáskot af heimasíðu Metro. Yvette Caster gerði tilraun á stefnumótasíðunni OK Cupid og komst að þeirri niðurstöðu að karlmenn eru líklegri til að veita grönnum konum athygli.

Hin 33 ára Yvette Caster ákvað nýverið að gera tilraun og búa til tvo prófíla á stefnumótasíðunni OKCupid. Á öðrum prófílnum leit hún út fyrir að vera „mjó“ og á hinum leit hún út fyrir að vera „feit“, að öðru leiti voru prófílarnir nánast alveg eins.

Caster vildi með þessari tilraun sinni sjá hvor prófíllinn myndi frá meiri athygli frá hinu kyninu.

Caster hefur grennst og fitnað töluvert í gegnum tíðina þannig að hún gat notað raunverulegar myndir af sér á báða prófílana. Á annan prófílinn setti hún inn myndir af sér frá því tímabili sem hún var í stærð 10, á hinn prófílinn setti hún myndir sem teknar voru á því tímabili sem hún var í stærð 18.

Báðir prófílarnir voru eins, fyrir utan myndirnar og upplýsingar um holdafar. Á öðrum prófílnum hakaði hún við „grönn“ en á hinum „í yfirþyngd“.

„Mjóa“ Caster fékk helmingi fleiri skilaboð

Eftir fimm daga lágu niðurstöður tilraunarinnar fyrir. „Mjóa“ Caster fékk mun meiri athygli og allt að helmingi fleiri skilaboð heldur en „feita“ Caster.

„Feita“ Caster fékk 18 skilaboð, 74 „læk“ og 18 heimsóknir á prófílinn. „Mjóa“ Caster fékk 36 skilaboð, 211 „læk“ og 210 heimsóknir á prófílinn.

Caster, sem er ekki lengur í stærð 10, ætlar ekki að láta þessar niðurstöður hafa slæm áhrif á sig. Hún segist vera með mun betra sjálfstraust í dag heldur en þegar hún var í stærð 10. „Þegar ég var grennri var ég of meðvituð um mig, óöruggari í kringum karlmenn og stífari,“ skrifaði Caster á heimasíðu Metro. „Stefnumót með mér í dag er mun skemmtilegra en stefnumót með gömlu mér.“

Skjáskot af Metro. Prófílarnir tveir voru nánast alveg eins.
Skjáskot af Metro. Prófílarnir tveir voru nánast alveg eins.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál