Hugurinn fer á flug þegar henni eru veitt munnmök

Sarah Hepola, blaðamaður Marie Claire, skrifar m.a. pistla um kynlíf …
Sarah Hepola, blaðamaður Marie Claire, skrifar m.a. pistla um kynlíf og sambönd. marieclaire.com

„Í stað þess að gleyma mér í alsælu þegar hann fer „niðrá“ mig þá hef ég áhyggjur af lausum hárum, hvort að hann sé ekki uppgefinn í kjálkanum eða hvernig ég lít út þarna niðri.“ Þetta skrifar blaðamaður Marie Claire, Sarah Hepola, um það að fá munnmök.

Hepola er ekki hrifin af því að fá munnmök vegna þess að hugur hennar fer á flug og hún fer að huga að hlutum sem eru langt frá því að vera kynþokkafullir. „Að fá munnmök krefst mikillar einbeitingar. Því miður fer hugur minn á flug. Ég hef áhyggjur af ógreiddum reikningum eða hvort að ég hafi gleymt að taka straujárnið úr sambandi. Ég hef áhyggjur af því að fá aldrei fullnægingu sem verður til þess að ég fæ hana alls ekki,“ útskýrir Hepola.

Óttast að það sé smá tættur klósettpappír fastur þarna niðri

Þetta þykir henni mjög leiðinlegt því mennirnir sem hún hefur verið að hitta virðast njóta þess að veita munnmök að hennar sögn. „Ég held að þetta snúist um vald. Ég held að menn fá eitthvað út úr því að gera konu varnarlausa. En ég er ekki sú eina [sem kann ekki að meta munnmök]. Þegar ég spurði vinkonur mínar út í þetta sagði ein að þetta tæki of langan tíma og önnur sagði að karlmenn viti ekkert hvað þeir eru að gera. Ein vinkona mín óttast svo alltaf að það sé smá tættur klósettpappír fastur þarna niðri.“

„Ég held að til þess að njóta kynlífs þurfi maður að vita hvað maður vill og kunna að biðja um það. Ég kýs að hafa elskhugann minn fyrir ofan mittisstað.“

Sumar konur eiga erfitt með að njóta þess að fá …
Sumar konur eiga erfitt með að njóta þess að fá munnmök. www.womenshealthmag.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál