Segir sögu sína: Varð fyrir hópnauðgun 17 ára

Inni á Beauty Tips deila konur sögum sínum.
Inni á Beauty Tips deila konur sögum sínum. mb.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

„Ég man að það var gott veður þennan dag. Ég var 17 ára, þeir voru 15. Við vorum úti að slæpast og enduðum á að fara heim til eins þeirra. Þetta voru svokallaðir villingar bæjarins en á einhverjum tímapunkti hafði ég gert þá að vinum mínum. Ég sóttist mikið eftir viðurkenningu á þessum árum. Þegar heim til hans kom fórum við inn í herbergi að hlusta á tónlist, síðan gerðist það. Mér var slengt á rúmið og klædd úr að neðan og þeir hófu að fitla við mig, hlógu og léku sér og ég lá þarna skelfingu lostin, gat mig hvergi hreyft.

Þeir tóku allskonar hluti og fóru að troða upp í minn einkastað,“ segir kona á fertugsaldri á Facebook-síðu Beauty Tips. Tæplega 25.000 notendur eru á þessari leynilegu síðu og hafa þær verið að skiptast á sögum af kynferðislegu ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir og merkja sögunar með kassamerkinu #þöggun.

„Þetta var hin mesta skemmtun fyrir þá, ég man að á meðan þessu stóð kom frændi eins þeirra inn, hann opnaði hurðina og sagði eitthvað og ég man ég hugsaði hjálpaðu mér, hjálpaðu mér, en hann gerði ekkert.

Í minningunni tók þetta óratíma og endaði með að einn þeirra gekk alla leið og nauðgaði mér. Þegar því lauk tók ég saman fötin mín og labbaði heim á leið, bara eins og ekkert hefði í skorist og þannig var það í 2 ár á eftir. Ég talaði ekki um þetta nema þegar ég drakk og þá átti fólk bágt með að trúa mér, nema nánir vinir.

Þeir gerðu þetta líka við fleiri sem þurfa að gjalda fyrir það í dag,“ segir konan.

Hún segir jafnframt að móðir hennar viti nákvæmlega hvaða dag þetta átti sér stað því eftir þetta gjörbreyttist líðan hennar og hún varð þunglynd og döpur.

„Mamma mín segir í dag að hún geti sagt hvaða dag þetta nákvæmlega gerðist því ég breyttist úr lífsglaðri stúlku í að vera áhugalaus og þunglynd og einkannir og annað fór versnandi.

Lengi vel fannst mér þetta vera mér að kenna, af hverju lá ég bara þarna og gerði ekki neitt, af hverju öskraði ég ekki, af hverju barðist ég ekki um ??

Af hverju voru „vinir“ mínir að gera svona ógeðslega hluti við mig ?
Seinna þegar ég leitaði mér hjálpar skildi ég af hverju, það er hægt að frjósa af skelfingu og sýna engin viðbrögð.

Þetta er samt nauðgun. Þetta var ekki mér að kenna! Auk þess hvað hafði ég í nokkra stráka? Nauðgun og misnotkun er sálarmorð og þetta fylgir manni alla ævi.
Þú vilt eiga í heilbrigðum samskiptum við maka þinn en undir niðri mallar þetta alltaf og getur eyðilagt sambönd eins og hefur gert í mínu tilviki.

Manni finnst maður alltaf þurfa að þóknast, það er ekki eðlilegt. Ég bið ykkur stelpur, ekki þagga niður, öskriði sem ljón og berjist! Og ef þið þekkið einhverja sem bera svona þungan bagga og þora ekki að leita sér hjálpar, fariði með hana á Stígamót, það var gert við mig og þó ég sé enn oft að dila við þetta í dag þá hefði ég verið enn verr sett hefði ég ekki farið þangað tveimur árum eftir að þetta gerðist. Og ég er enn að fara þangað í dag mörgum árum seinna og er hætt að skammast mín!“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál