Óléttri konu og syni hennar vísað frá borði

Söngkonunni Söruh Blackwood og tveggja ára syni hennar var vísað …
Söngkonunni Söruh Blackwood og tveggja ára syni hennar var vísað frá borði flugvélar í fyrradag. people.com

Kanadíska söngkonan Sarah Blackwood lenti í óskemmtilegri lífsreynslu í fyrradag en henni og tveggja ára syni hennar var vísað frá borði flugvélar flugfélagsins United Airlines. Ástæðan fyrir brottvísuninni er sú að sonur hennar grét hástöfum rétt fyrir brottför þegar þau mæðgin ætluðu að ferðast til Vancouver frá San Francisco.

„Ég hélt á honum í fanginu, hann var í miklu uppnámi og grét hátt,“ sagði söngkonan í viðtali við People. „Þetta var bara einn af þessum dögum þar sem ég reyndi að gera mitt besta til að róa hann niður en allt kom fyrir ekki.“

Farþegar flugvélarinnar sýndu Blackwood skilning en ekki áhöfnin. „Flugfreyjurnar komu til mín nokkrum sinnum og sögðu mér að „hafa hemil á barninu“. Þær sögðu að ég ætti að kunna að róa hanni niður,“ sagði Blackwood sem á von á sínu öðru barni og er komin sjö mánuði á leið.

Drengurinn svaf en þeim var samt vísað burt

Eftir um tíu mínútur sofnaði sonur hennar en þá var það orðið og seint. Blackwood var vísað frá borði. „Ég vil ekki gera mikið mál úr hlutum, ég vil ekki vera með vesen. Ég sagði bara við hana: „vinsamlegast ekki gera þetta“,“ útskýrði Blackwood sem deildi raunum sínum fyrst á Twitter.

Blackwood fékk svar frá United Airlines og þar var henni tilkynnt að áhöfnin hefði tekið þessa „erfiðu“ ákvörðun vegna þess að þau töldu hættu stafa af syni hennar.

Blackwood huggar sig við að saga hennar hafi fengið mikla athygli. Hún vonast til að flugfélagið fari kannski að koma betur fram við farþega sína.

Flugfreyjur United Airlines vísuðu óléttri móður og tveggja ára syni …
Flugfreyjur United Airlines vísuðu óléttri móður og tveggja ára syni hennar frá borði rétt fyrir brottför vegna þess að sonurinn grét svo mikið. KAREN BLEIER
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál