Orðið „klittra“ er komið til að vera

„Klittra“ er nýjasta orðið í sænsku tungumáli.
„Klittra“ er nýjasta orðið í sænsku tungumáli.

Nýjasta uppfinning Svía er nýyrði yfir sjálfsfróun kvenna. Orðið „klittra“ varð fyrir valinu í keppni sem kynfræðslusamtök Svíþjóðar (RFSU) hélt á seinasta ári.

Hingað til hefur ekkert orð verið til í sænskri tungu yfir þessa athöfn og það þykir synd og skömm. Núna loksins er orðin breyting þar á því orðið „klittra“ er komið til að vera. Tilgangur þessa nýyrðis er þá einnig til að ýta undir heilbrigða sýn á kynlífi og auka umræðu. Þetta kemur fram í frétt Huffington Post.

RFSU barst um 1200 tillögur í keppnina. Orð eins og „selfa“ og „pulla“ komu til greina en orðið „klittra“ bar sigur út býtum. Orðið „klittra“ kemur af orðinu „clitoris“ sem þýðir snípur en snípurinn skipar gjarnan stórt hlutverk í sjálfsfróun kvenna, því þykir orðið lýsandi fyrir athöfnina.

 „Þess er ekki vænst að konur hafi sömu löngun og kynhvöt og karlar, skortur á orðum [yfir sjálfsfríun kvenna] er til marks um það,“ sagði talsmaður RFSU.

Kynlífstól eru sumum konum ómissandi þegar kemur að sjálfsfróun.
Kynlífstól eru sumum konum ómissandi þegar kemur að sjálfsfróun. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál