Mun ástarsambandið endast?

Þau áhrif sem fólk hefur á hvort annað í ástarsambandi …
Þau áhrif sem fólk hefur á hvort annað í ástarsambandi getur sagt til um hvort sambandið muni endast eða ekki. youtube.com

Hvernig getur maður mögulega vitað hvort ástarsambandið mun ganga upp? Stærðfræðingurinn Hannah Fry þykist vita svarið. Hún segir stærðfræðinga hafa búið til „formúlu“ sem hjálpar fólki að finna „hinn fullkomna maka“.

Fry segir þau áhrif sem einstaklingur hefur á maka sinn og öfugt gefi til kynna um hvernig og hvort sambandið muni endast. Þetta kemur fram í TED-fyrirlestri Fry þar sem hún fjallar um stærðfræði í tengslum við ást.

Fry segir að í samböndum sem eru vænleg til vinnings séu báðir aðilar óhræddir við að tjá tilfinningar sínar og geti gert það án þess að stökkva upp á nef sér. Fry segir þá að neikvæðni ráði ríkjum í þeim samböndum sem munu að öllum líkindum ekki endast.

Meðfylgjandi er upptaka af fyrirlestri Fry.

Hannah Fry segir stærðfræðinga vera snillinga í að finna sér …
Hannah Fry segir stærðfræðinga vera snillinga í að finna sér fullkomna maka. youtube.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál