Bogamaðurinn fær góðar hugmyndir í júlí

Rómatíkin mun gera vart við sig hjá Bogamanninum í kringum …
Rómatíkin mun gera vart við sig hjá Bogamanninum í kringum mánaðarmótin júlí-ágúst. mbl.is

Kæri Bogamaður

Í byrjun mánaðar færð þú tækifæri til að koma fjármálunum á réttan kjöl, svo útbúðu fjárhagsáætlun fyrir framtíðina. Samningsviðræður muna fara vel, sérstaklega fyrstu vikuna í júlí, og þú gætir grætt smá þennan mánuðinn. Þessi aukapeningur kemur sér vel.

Í upphafi mánaðar gætir þú átt von á góðum fréttum hvað varða húsnæðismál og fjölskyldur. Ef þú ert að kaupa, selja eða gera upp fasteign þá mun ferlið koma þér skemmtilega á óvart.

Legðu höfuðið í bleyti því góðar hugmyndir munu gera vart við sig. Taktu frá tíma fyrir skapandi hugsun og skrifaðu hugleiðingar þínar niður á blað.

Frægðarstjarna þín fer rísandi og starfsframinn er á uppleið. Þetta er þinn tími og það mun koma glögglega í ljós á næstu mánuðum þó að þú verðir kannski ekki var við það akkúrat núna. Bíddu bara.

Í kringum 15. júlí gæti eitthvað farið úrskeiðis hvað varðar fjármál og/eða fjölskyldulífið, þá er um að gera að vera ráðagóð.

Ferðalög eru á næsta leiti hjá þér, þú munt fara á flakk og mögulega verður það eitthvað tengt vinnu. Ferðalagið mun ganga vel fyrir sig. Föstudaginn 31. júlí ættir þú svo að nýta í að slaka á. Þá væri tilvalið að skella sér í smá útileigu og anda að sér fersku lofti.

Ef þú þarft að skrifa undir einhverja samninga þá ætti það að vera gert í kringum mánaðarmótin en fáðu þó ráðleggingar hjá sérfræðingum áður en þú lætur til skara skríða.

En hvað með rómantíkina? Helgin 31. júlí til 2. ágúst verður fullkomin, það er bara þannig.

Spá Susan Miller má lesa í heild sinni á Astrology Zone.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál