Vogin einbeitir sér að starfsframanum í júlí

Vogin ætti að skella sér á rómantískt stefnumót í lok …
Vogin ætti að skella sér á rómantískt stefnumót í lok mánaðar. mbl.is

Kæra Vog

Þú ættir að einbeita þér að starfsframanum fyrstu þrjár vikurnar í júlí. Leggðu metnað í að reyna að koma þér á framfæri. Ekki gleyma því að það er samkeppni þarna úti. Ef þú ert að leita að nýju starfi þá skalt þú gera heimavinnuna þína áður en þú mætir í starfsviðtal, hafðu allar upplýsingar á hreinu.

Í upphafi mánaðar mun fjölskyldan og heimilislífið krefjast athygli þinnar. Það gætu komið upp vandamál sem kalla á aukin útgjöld. Ákvarðanir er varða heimilisaðstæður ættu þá helst að vera teknar í kringum 21. júlí, Sólin og Satúrnus verða þá með þér í liði.

En heppnin verður líka með þér þennan mánuðinn. Það sem þú hefur óskað þér undanfarið gæti ræst. Þér verður að öllum líkindum boðið í skemmtilega veislu eða í ferðalag með góðum vinum, þáðu tilboðið og njóttu lífsins. Einhver vinur þinn mun rétta þér hjálparhönd, þetta mun snerta þig djúpt.

Venus er plánetan þín og hún mun hnigna í kringum 25. júlí og alveg til 6. ágúst. Þú munt finna fyrir þessu. Taktu allar mikilvægar ákvarðanir fyrir eða eftir þetta tímabil. Það mun mögulega eitthvað fara úrskeiðis hjá þér í kringum 25. júlí, fylgstu vel með og reyndu að greina hvað betur mætti fara.

Tunglið verður fullt þann 31. júlí og það þýðir að rómantíkin verður við völdin hjá þér. Þú verður hamingjusamari og tilfinninganæmari en ella. Nýttu þennan föstudag í að slaka á með þeim sem þú elskar mest.

Það verður nóg að gera hjá þér í vinnunni en stundum líður þér eins og þú farir eitt skref aftur á bak fyrir hver tvö skref sem þú tekur fram á við. Vertu vakandi og gerðu allt til að auka afköst þín þennan mánuðinn. Ekki fresta hlutunum, byrjaðu strax!

Spá Susan Miller má lesa í heild sinni á Astrology Zone.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál