Hvað vilja konur raunverulega?

„Það sem við viljum er að fólk hætti að velta sér upp úr hvað við viljum. Ég skil ekki hvernig við komumst á þennan stað,“ segir kynlífsfræðingurinn og rithöfundurinn dr. Emily Nagoski.

Nagoski undrar sig á að fólk upp til hópa skilgreini kynhvöt kvenna eftir því hversu mikið kynlíf þær vilja stunda í staðinn fyrir að einblína á hversu mikið þær njóta þess að stunda kynlíf. „Það sem við viljum er að fólk hætti að pæla í hversu mikið kynlíf við viljum. Við viljum heldur fá tíma og rými til að finna út hvað það er sem við höfum unun af. Í stuttu máli viljum við vellíðan. En velllíðan er flókið fyrirbæri,“ útskýrir Nagoski og tekur kitl sem dæmi. „Ef þér líður vel og sá sem þú elskar kemur og kitlar þig þá gæti það vakið upp góða tilfinningu. En ef einhver kitlar þig þegar þér líður illa þá gæti kitlið vakið upp vondar tilfinningar. Þannig að unun er ekki einföld,“ segir Nagoski í viðtali sem birtist á heimasíðu MindBodyGreen.

Réttar aðstæður er lykilatriðið

Nagoski segir fólk þurfa að vera við réttar aðstæður til að upplifa unun og vellíðan. Hún segir jafnframt ekki vera neinn mun á því hvernig konur og karlar upplifa vellíðan. Nagoski viðurkennir þó að karlar og konur eru ólík. „Við erum búin til úr nákvæmlega sömu pörtunum, samsetningin er bara öðruvísi.“

Nagoski segir einnig að einstaklingur geti upplifað nánast hvaða tilfinningu sem er á jákvæðan hátt, svo lengi sem hugarfar einstaklingsins sé jákvætt. Sömuleiðis segir Nagoski að nánast hvaða örvun og upplifun sem er geti vakið upp neikvæðar tilfinningar ef aðstæðurnar eru stressandi eða slæmar.

Meðfylgjandi er viðtalið við dr. Emily Nagoski í heild sinni.

Dr. Emily Nagoski.
Dr. Emily Nagoski. mindbodygreen.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál