Eldra fólk öruggustu starfskraftarnir

Í nýjasta tölublaði vikunnar má lesa viðtal við Ragnheiði Davíðsdóttur …
Í nýjasta tölublaði vikunnar má lesa viðtal við Ragnheiði Davíðsdóttur sem blaðakonan Steingerður Steinarsdóttir tók. Ljósmynd/ Rut Sigurðardóttir fyrir Vikuna

Ragnheiður Davíðsdóttir var meðal fyrstu lögreglukvenna á Íslandi. Öryggismál hafa henni lengi verið hugleikin en hún starfaði sem forvarna- og öryggismálafulltrúi hjá VÍS í 15 ár. Ragnheiður var atvinnulaus eftir að henni var sagt upp starfinu hjá VÍS, þá 56 ára gömul, og átti í erfiðleikum með að fá aðra vinnu. Hún segir meðal annars frá þessu í viðtali sem birtist í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Ragnheiður sótti um mörg störf á meðan hún var atvinnulaus, hún segir ungt fólk yfirleitt alltaf hafa fengið stöðuna. „Þeir sem ráðnir voru í þessi störf voru flest nýskriðnir upp úr skóla,“ segir Ragnheiður sem kveðst hafa búið yfir mun meiri reynslu en þeir sem fengu þau störf sem hún sótti um.

„Fullorðið fólk í þessu samfélagi mjög vannýtt auðlind“

„En það virðist gleymast að konur á mínum aldri fara ekki í barneignaleyfi, þær eru ekki heima yfir veikum börnum og þær eru hættar að djamma um helgar og eru hvorki veikar á mánudegi né einu sinni í mánuði. Þetta eru öruggustu starfskraftar sem hægt er að fá. Ég sá það hjá fullorðnu konunum sem unnu með mér á VÍS að þær vantaði ekki einn dag í vinnu yfir árið. Í rauninni er fullorðið fólk í þessu samfélagi mjög vannýtt auðlind.“

Í dag starfar Ragnheiður sem framkvæmdarstjóri Stuðningsfélagsins Krafts en félagið vinnur að því að aðstoða og styðja ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess.

Ragnheiður er í 80% starfi en vinnur oft umfram sinn vinnutíma að eigni sögn. „Ég tel aldrei þær stundir sem fara fram yfir vinnutíma minn. Það gerði ég reyndar ekki í mínum fyrri störfum heldur. Ég held að ég myndi samt aldrei vinna eins mikla sjálfboðavinnu fyrir aðra en Kraft.“

Viðtalið við Ragnheiði má lesa í heild sinni í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Kraftur er með boli til sölu og rennur ágóði bolanna …
Kraftur er með boli til sölu og rennur ágóði bolanna beint í neyðarsjóð félagsins.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál