Fimm leiðir til að hressa upp á kynlífið

Kynlíf hefur mikil áhrif á líðan fólks.
Kynlíf hefur mikil áhrif á líðan fólks. marieclaire.com

Kynlíf hefur mikil áhrif á líðan okkar og sambönd. Flestir vilja stunda heilbrigt og gott kynlíf en stundum á fólk það til að festast í sama farinu eða vera heltekið af áhyggjum. Þetta skemmir upplifunina. Hérna koma fimm skotheld ráð af MindBodyGreen um hvernig á að lífga upp á kynlífið og koma smákryddi í ástaleikinn. Ráðin eru frá kynlífsfræðingnum Cyndi Darnell.

Gefðu þér leyfi til að skemmta þér

Margt fólk setur skemmtun ekki í forgang. Það er nauðsynlegt að gefa sér tíma í að skemmta sér og njóta og kynlíf er frábær skemmtun. Leyfðu þér að njóta kynlífs á þinn hátt, þetta á að vera gaman.

Gefðu þér tíma

Það er algengt að fólk „hafi ekki tíma“ til að stunda kynlíf að sögn Darnell. Það er ekki skynsamlegt að láta álag og stress heltaka sig. Útkoman verður bara leiði og depurð. Taktu um fimmtán mínútur frá, þrisvar í viku, fyrir kynlíf með maka eða sjálfsfróun. Taktu þér tíma til að tengjast makanum, eða sjálfri þér.

Lærðu

Fólk er yfirhöfuð orðið óhræddara við að tjá sig og opna sig um þá nýju hluti sem það hefur áhuga á að prófa í svefnherberginu. Það er alltaf gaman að læra nýja hluti, líka í rúminu. Darnell mælir með að fólk kynni sér nýjar aðferðir og prófi sig áfram. Þetta er góð leið til að tengjast bólfélaganum.

Hreyfðu þig

Stundum er gaman að liggja bara og slaka á en það er nauðsynlegt að vera virkur stundum. Hreyfðu þig og prófaðu nýjar stellingar til að koma í veg fyrir leiða. Virkjaðu allan líkamann og mundu að kynlíf snýst um líkamann í heild sinni en ekki bara kynfærin. Ekki gleyma lærunum, maganum, hálsinum, vörunum, geirvörtunum og svona mætti lengi telja.

Slepptu áhyggjunum

Stundum er fólk of upptekið af frammistöðu sinni þegar það stundar kynlíf. Hver fær hvað og hversu oft og lengi? Þetta hefur truflandi áhrif. Hættum að bera okkur saman við næsta mann. Njóttu líðandi stundar og taktu þér tíma til að dást að líkama elskhuga þíns.

Ef kynlífið er ekki gott þá er sambandið ekki nógu …
Ef kynlífið er ekki gott þá er sambandið ekki nógu gott. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál