Kærastinn vill ekki sofa í sama rúmi og hún

Kynlífs- og sambandráðgjafinn Rowan Pelling svarar spurningum á Daily Mail.
Kynlífs- og sambandráðgjafinn Rowan Pelling svarar spurningum á Daily Mail. AFP

„Kærastinn minn er 46 ára en hann hefur aldrei verið í sambandi í lengur en þrjú ár á meðan ég var með mínum fyrrverandi í meira en áratug. Við stundum gott kynlíf en um leið og við klárum okkur af vill hann fara í annað rúm, hann segist ekki geta sofnað. Við verjum sjaldan meira en þremur nóttum saman á viku en ég vil meira. Ég er samt hrædd um að hrekja hann í burtu. Hvað á ég að gera?“ spyr örvæntingafull kona á miðjum aldri í spurningu sinni til kynlífs- og sambandráðgjafans Rowan Pelling. Pelling svara spurningu konunnar á vef Daily Mail.

„Hvaðan heldur þú að þetta vandamál hans með nánd eigi rætur sínar að rekja? Hegðun hans bendir til að hann hafi átt erfiða æsku. Stundum þurfa börn að læra að vera alveg sjálfstæð og þá getur verið erfitt fyrir þau að stóla á aðra þegar þau komast á fullorðinsárin. Ég hef tekið eftir þessu hjá mönnum sem voru sendir ungir í heimavistaskóla og hjá fólki sem var mikið á flakki og dvaldi t.d. á munaðarleysingjahæli. Ef þú skilur hvaðan vandamálið kemur mun þér kannski ekki líða eins þetta hafi eitthvað með þig að gera.“

„Faðmlög, snerting og nánd er lærð hegðun sem getur verið erfitt að tileinka sér á fullorðinsaldri. Ég veit að þetta getur hljómað flókið vegna þess að kynlífið er gott en fólk getur gleymt sér í ástríðu án þess að vera tilfinningalega til staðar,“ segir  Pelling sem mælir með að konan fari með kærastanum til ráðgjafa.

Pelling nefnir svo að hún þurfi að gefa manninum smá rými til að takast á við tilfinningar sínar, þannig eigi hún helst von á að ná árangri.

Það getur verið hjálplegt að leita til sálfræðings.
Það getur verið hjálplegt að leita til sálfræðings.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál