Harmar ekki framhjáhald eiginmannsins

Konan harmar ekki framhjáhald eiginmannsins.
Konan harmar ekki framhjáhald eiginmannsins.

Tímaritið Marie Claire birti nýverið grein eftir konu sem segir framhjáhald eiginmanns síns vera það besta sem hún hefur upplifað. Það var nefnilega ekki fyrr en hún komst að framhjáhaldinu að hún fór að hugsa um sjálfa sig og gat þá blómstrað.

„Nokkrir mánuðir voru liðnir síðan ég fór með börnin af heimilinu en ég var enn í vafa um það hvort ég ætti að sækja um skilnað eða ekki. Ég bjó hjá ömmu minni uppi í sveit og okkur krökkunum leið vel þar en að fara aftur til hans þýddi meira fjárhagslegt öryggi.“

Í greininni segir konan frá því að fyrrverandi eiginmaður hennar starfaði hjá ríkinu og var því talsvert áberandi. Hún hafði flutt með börnin út af heimilinu þar sem henni fannst hann vera orðin fjarlægur og vantaði alla umhyggju. Einn góðan veðurdag fékk hún svo dagblaðið inn um lúguna og þar kom staðfestingin. Mynd af eiginmanni hennar haldandi utan um ritara sinn, í allan þennan tíma hafði hann verið að halda framhjá.

Treysti innsæinu

„Ég fann aldrei neinar sannanir um að hann væri að halda framhjá en þarna kom hún. Ég er ánægð með að hafa treyst innsæi mínu og flutt með börnin út af heimilinu.“

Næstu vikurnar létu blaðamenn konuna ekki í friði og reyndu að fá athugasemd frá henni um málið. Á hverjum degi birtist ný frétt um manninn, hvernig hann ætti fleiri börn með fleiri konum og svo framvegis.

„Í staðinn fyrir að vera alveg miður mín fann ég fyrir miklum létti, létti yfir því að hafa yfirgefið hann. Það hefði verið mun erfiðara ef allt hefði komið upp á meðan við bjuggum enn undir sama þaki.“

Konan segir að auðvitað hafi þessi tími verið erfiður en hún ákvað að einbeita sér að börnunum sínum og sjálfri sér. Hún kláraði master í sálfræði og byrjaði að semja tónlist líkt og hún var vön að gera þegar hún var yngri. 

Fjórum árum eftir skilnaðinn líður konunni vel. „Eins erfitt og þetta var þá myndi ég ekki vilja breyta neinu við fortíð mína. Framhjáhaldið eyðilagði mig ekki heldur gaf mér góða ástæðu til að enda ástlaust hjónaband. Með tímanum fann ég út hvað ég vill út úr lífinu og bauð ástinni inn í líf mitt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál