Myndirnar sem almenningur fær aldrei að sjá

„Þreytta mamman með 5 daga gamalt meiköpp,
„Þreytta mamman með 5 daga gamalt meiköpp," skrifaði Alexandra við myndina til hægri. fagurkerar.is

„Eins og meira en helmingur Facebook-vina minna og Instagram-fylgjenda vel ég hvað ég deili með vinum mínum á samfélagsmiðlum. Ég læt það vera að deila með vinum mínum myndum af heimilinu í rústi, barninu í „sjálfstæðisbaráttu-kasti” eða minni „version“ af „I woke up like this”... það vill hvort sem er enginn sjá. Aftur á móti deili ég myndum sem lýsa skemmtilegu augnabliki, börnin brosandi, heimilið svona eins og best er á kosið og skelli jafnvel inn mynd þegar kvöldmatardiskurinn lítur óvart eitthvað ægilega vel út,“ skrifar Alexandra Ósk Sigurjónsdóttir í sinn nýjasta pistil inni á Fagurkerar.is.

„Ég veit ég er ekki ein um að vilja sýna glansið á lífinu á samfélagsmiðlum, enda er ekkert skemmtilegt að sjá grát, drasl og ég segi nú ekki myndir af því þegar allar reglur mínar fyrir móðurhlutverkið fer í ruslið (ís í morgunmat).“

„Mig langaði að telja upp nokkur atvik sem ég deildi EKKI á samfélagsmiðlum.“

„Þessu augnabliki deildi ég ekki á samfélagsmiðlum. Mómentið þegar Zoé mín tók æðiskast, grét, öskraði og kastaði sér á gólfið því hún vildi sko ekki fara heim að borða kvöldmat. Einhvern veginn svona augnablik tekst ég við á nánast hverjum einasta degi – sumir dagar eru þó betri en aðrir. Dóttir mín er með mjög sterkan sjálfstæðan vilja sem ég þó tel sé jákvætt...en erfitt. Einn daginn getur það verið vegna fatavals, annan því hún ætlar sér að fá ís í búðinni og þann þriðja vegna þess að ég leyfi henni ekki að flytja á leikvöllinn og sofa þar um nóttina. Ég kýs þó að deila á samfélagsmiðlum myndum af brosandi börnunum mínum sem alltaf haga sér vel...það eru líka mikið skemmtilegri myndir.“

Alexandra er hreinskilin í sínum nýjasta pistli.
Alexandra er hreinskilin í sínum nýjasta pistli. fagurkerar.is

„Samkvæmt samfélagsmiðlum er ég holla Mamman með græna smoothie-inn í morgunmat og nýbakaðar heilhveitibollur í hádeginu. Myndir af börnunum mínum í tanntöku með ís klukkan fimm að morgni hafa því ekki fengið að rata inn á samskiptamiðlana.“

„Ég hef fengið þær skemmtilegu athugasemdir að börnin mín séu alltaf fín til fara og með þessar líka fínu hárgreiðslur – þær athugasemdir væri þó fljótar teknar tilbaka ef myndir sem þessi að ofan væru fastur liður á Face-inu. Svona endar Zoé mín oftast eftir annasaman dag – fléttan dottin úr og hárið eins og hún hafi fengið raflost.“

Deildi fáum myndum af sér á meðgöngunni

„Ég viðurkenni það að ég hafi deilt svakalega fáum myndum af mér óléttri á báðum meðgöngum. Örfáar myndir rötuðu inn á samfélagsmiðla og þá allar vel valdar. Það fékk enginn að sjá hversu allsvakalega bólgin ég var – eða þegar ég sat kasólétt í hitakófi á heitum júlídeigi fyrir framan viftu að óska þess að ég fari nú að fara af stað. Fæturnir tvöfölduðust af bjúg og ég gat ekki beðið eftir að komast í lokaða skó á ný.“

„Myndir sem þessi fengu heldur aldrei að sjást fyrir almenningi. Þreytta mamman sem ekki bara fékk minnsta mögulega nætursvefn sem hugsast getur heldur er líka með fimm daga gamalt „meiköpp“. Þessu var svo auðvitað reddað með sturtu, kaffi og brosi frá yndislegu molunum mínum.“

„Það er mikilvægt að muna þegar kíkt er yfir samfélagsmiðlana að fólk setur fram það sem þau vilja að þú sjáir og setja allt hitt til hliðar. Á bakvið hverja fjölskyldu, líka þessar sem eru með glansmyndina alveg á hreinu, eru alltaf einhverjar áskoranir sem þarf að takast á við og oft ekki allt sem sýnist á myndum sem settar eru fram.“

„Það eru alltaf tvær hliðar á öllum sögum, líka bakvið söguna af fullkomnu, brosandi fjölskyldunni sem þurfti að ganga í gegnum nokkur öskurköst bara við það að fá eina brosandi fjölskyldumynd tilbúna til þess að hengja upp á vegg og deila á internetinu fyrir alla að sjá hversu fullkomið allt er.“

Alexandra Ósk skrifar inn á Fagurkerar.is.
Alexandra Ósk skrifar inn á Fagurkerar.is. Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál