Sjálfsfróun eykur gæði sæðisins

Sæðið verður ferskara og betra.
Sæðið verður ferskara og betra. AFP

Það er afar mikilvægt að stunda sjálfsfróun reglulega. Nýleg rannsókn sem framkvæmd var í Indiana University í Bandaríkjunum sýndi fram á að um helmingar Bandaríkjamanna stundar sjálfsfróun einu til fjórum sinnum í viku. Samkvæmt vefnum Mindbodygreen eru karlar duglegri við þessa iðju en konur en nú er komin tími til að breyta því. Hér eru nokkrar ástæður þess að sjálfsfróun ætti að vera hluti af þinni daglegu rútínu.

Líkaminn gefur frá sér endorfín og lætur þér líða vel.

Endorfínið minnkar magn hormónsins cortisols sem er stressvaldandi. Hormónið getur gert það að verkum að fólk byrjar að borða meira en venjulega vegna stress og hættir að ná góðum nætursvefni. Með því að stunda sjálfsfróun ertu í raun að passa upp á línurnar.

Þér hættir að langa í skyndibita

Við fullnægingu gefur líkaminn frá sér oxotósín sem gerir mann hamingjusaman. Þér líður vel og þarft ekki á skyndibita að halda.

Gæði sæðisins eykst

Þessi liður á einungis við hjá karlmönnum en með því að stunda reglulega sjálfsfróun aukast gæði sæðisins. Með því að losa oftar um verður sæðið ferskara og betra. 

Konur sem stunda sjálfsfróun eru ánægðari með líkama sinn

Þær hafa gott sjálfstraust og hugsa vel um sig. Þegar þú veitir sjálfri þér þá ánægju að fá fullnægingu styrkir þú tengingu þína við líkamann. Þú þarft ekki á neinum öðrum að halda til að segja þér að þú sért kynþokkafull.

Dagdraumar gera lífið betra

Dagdraumar gera það að verkum að líkaminn gefur frá sér testósterón og þú verður spennt/ur fyrir því að stunda kynlíf.

Þú lærir að njóta augnabliksins

Með því að stunda sjálfsfróun nærðu að hreinsa hugann. Þú lærir að njóta augnabliksins og losnar undan öllu stressi. Einbeittu þér að sjálfri/um þér og leyfðu þér að njóta.

Kynlífstól eru sumum konum ómissandi.
Kynlífstól eru sumum konum ómissandi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál