Svona eykur þú kynhvötina

Svona eykur þú kynhvötina.
Svona eykur þú kynhvötina. mbl.is

Margir hafa eflaust rekið augun í auglýsingar um lyf eða tæki sem eiga að auka kynhvötina og gera fólk betra í rúminu. Sjaldan er þó rætt um það hormónaójafnvægi sem stuðlar að því að kynhvötin minnkar, risvandamálum hjá körlum og öðrum vandamálum í rúminu.

Gosdrykkir sem innihalda gervisykur auka líkurnar á sykursýki tvö sem leiðir til þess að kynhvötin minnkar. Matarræðið hefur mikið að segja varðandi kynhvötina. Með því að huga vel að líkamanum er hægt að auka kynhvötina án þess að taka inn lyf eða notast við aðra utanaðkomandi tækni.

Með því að koma jafnvægi á blóðsykurinn og passa upp á insúlín magn líkamans er hægt að hafa áhrif á kynhormónin. Til þess að finna jafnvægið og fá kynhvötina aftur tók síðan Mindbodygreen saman nokkra þætti sem vert er að hafa í huga.  

Borðaðu alvöru mat

Hættu að borða sykur og unnin matvæli og borðaðu hollan og góðan mat. Með því að borða hollt kemur þú reglu á hormónaflæði líkamans sem að stuðlar að því að kynhvötin eykst. Annars verðu þú uppblásin með litla kynhvöt.

Hreyfðu þig

Rétt matarræði og næg hreyfing getur gert kraftaverk fyrir kynhvötina og skapið. Rannsóknir hafa sýnt fram á að hreyfing hefur jákvæði áhrif á kynhormónin testósteron, cortisol og vaxtarhormón.

Minnkaðu drykkjuna

„Það eykur þörfina fyrir kynlíf en gerir framistöðuna lélegri,“ sagði Shakespeare í Macbeth um áfengi. Eitt rauðvínsglas getur hjálpað þér að slaka á og komið þér í stuð fyrir kynlíf en þrjú glös geta eyðilagt allt og leitt til þess að kynhvötin fer og risvandamála. Ekki drekka meira en þrjú glös af áfengi á viku.

Minnkaðu áhyggjurnar

Með því að hafa sífellt áhyggjur af einhverju minnkar kynhvötin. Finndu þér leið til að slaka á, hvort sem það er með jóga, hugleiðslu eða með því að fara út í göngutúr.

Passaðu að ná átta tíma svefni á hverju kvöldi

Rannsóknir hafa sýnt fram á að ónægur svefn getur minnkað kynhormón eins og testósteron. Líkaminn framleiðir vaxtarhormón í svefni. Ef þú sefur ekki nóg og vaknar oft yfir nóttina getur verið að líkaminn framleiði ekki nóg af þessum hormónum. Manneskja sem er þreytt, pirruð og búin að drekka mikið kaffi yfir daginn er varla í stuði fyrir kynlíf.

Átta tíma svefn eykur kynhvötina.
Átta tíma svefn eykur kynhvötina. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál