Gerir stress fólk ásthneigðara?

Tímabundin ánægja er betri en engin ánægja.
Tímabundin ánægja er betri en engin ánægja. Shutterstock / Yuri Arcurs

Það eru ýmsir þættir sem valda áhyggjum og stressi hjá fólki, nýleg sambandsslit, það að missa vinnuna eða að missa einhvern nákomin sér og svo framvegis. Hver sem orsökin er fer fólk sínar eigin leiðir til þess að takast á við stressið og áhyggjurnar sem að fylgja áfallinu. Sumir byrja á fullu í ræktinni á meðan að aðrir komast varla út úr húsi.

Fólk fer sínar eigin leiðir en það sem flestir eiga sameiginlegt er þörfin til að tengjast annarri manneskju. Það er því í rauninni ekki til betri frygðarauki en spenna. Ástæður þess að fólk finnur fyrir aukinni löngun til að vera með öðru fólki eru nokkrar. Hér koma nokkrar ástæður sem Jessica Bennett tók saman fyrir Elite Daily.

Þér líður loksins eins og þú getir stjórnað einhverju

Sem einstaklingar höfum við vald til að stjórna okkar eigin líf. En þegar þú færð nei frá draumavinnunni eða frá bankanum þá geta afar sjálfsöruggar manneskjur farið í baklás og liðið eins og þær hafi misst stjórn á lífinu. Kynlíf er leiðin til þess að ná aftur valdi. 

Tímabundin ánægja er betri en engin ánægja

Þegar svo virðist sem ekkert sé að ganga upp í lífinu er gott að finna sér einhverskonar afþreyingu eins og kynlíf. Þó svo að kynlífið geti ekki breytt þeim aðstæðum sem þú ert í lætur það þér líða vel um stundarsakir

Einhverjum er ekki sama um þig

Þegar við göngum í gegnum erfið tímabil er auðvelt að byrja að hugsa og halda að öllum sé sama um mann. Með því að vera með einhverjum finnur þú að það er ekki öllum sama. Það þarf ekki að vera kynlíf því hlýtt og gott faðmlag getur breytt öllu.

Rannsóknir sýna fram á það

Í nýlegri rannsókn var sýnt fram á að með því að stunda kynlíf á hverjum degi í tvær vikur myndaði líkaminn frumur sem að halda stressi í skefjum. Með því að stunda kynlíf losna einnig um efni eins og oxotocyn sem fyllir mann vellíðan.

Kynlíf leysir ekki vandamál þín og þú þarft á endanum að takast á við þau en á meðan er allt í lagi að hafa smá gaman.

Einhverjum er ekki sama um þig.
Einhverjum er ekki sama um þig. marieclaire.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál