Hin fullkomna píka - MYNDBAND

Ljósmynd/Terese Winslow LLC

Vefurinn Bustle birti nýverið myndband þar sem nokkrir karlmenn voru beðnir um að lýsa og teikna hina fullkomnu píku. Myndbandið er á köflum afar vandræðalegt þar sem að mennirnir virðast vera úti á þekju í umræðunni um píkur.

Maya Kachroo-Levina sem bjó til myndbandið segir að ef það væri eitthvað sem hún hefði viljað gera öðruvísi væri það að láta mennina hugsa um svörin áður en þeir fóru að tala, fá sjónarhorn samkynhneigðrar konu og reynt að takmarka handahreyfingar mannanna.

Mennirnir lýstu píkum á mismunandi hátt, einn sagði þær vera eins og demant í laginu á meðan að annar teiknaði tvö strik og hring á milli til þess að útskýra þær.

Mikil umræða hefur verið undanfarið um aukna kynfræðslu í grunnskólum. Af þessu myndbandi að dæma er komin tími til að taka á málinu.

Mennirnir með píkurnar sínar.
Mennirnir með píkurnar sínar. Skjáskot úr myndbandi Bustle
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál