5 hlutir sem benda til þess að verið sé að ráðskast með þig

Þessi kona hefur hugsanlega fallið fyrir töfrum ráðríks einstaklings.
Þessi kona hefur hugsanlega fallið fyrir töfrum ráðríks einstaklings. mbl.is/AFP

Það er fullt af fólki þarna úti sem nota annað fólk sér til framdráttar. Þessir einstaklingar svífast oft einskis og nota jafnan öll tiltæk ráð til að fá sínu framgengt.

 Hér að neðan er að finna nokkur viðvörunarmerki sem þú getur notað til að bera kennsl á stjórnsama einstaklinga, en ráðin birtust fyrst á Powerofpositivity.

Þeir er þekktir fyrir að ráðskast með fólk

Hefur einstaklingurinn verið staðinn að lygi? Er hann neikvæður? Hefur hann dreift sögusögnum eða slúðrað um einhvern? Virðist hann ávallt bera eigin hagsmuni fyrir brjósti?

Stjórnsamir einstaklingar eru oft sannfærðir um eigið ágæti og telja sig bæði gáfaðri og betri en annað fólk.

Hafðu augun opin fyrir þessum vísbendingum, vertu jákvæð/ur og stattu fast á þínu. Þetta gæti orðið til þess að breyta viðhorfum hins ráðríka einstaklings.

Þeir eru snöggir

Ráðríkir einstaklingar reyna að fá þig til að bíta á agnið fljótt og örugglega. Oft smjaðra þeir og gera sér upp áhuga á hugðarefnum þínum til að mynda traust. Þetta gerir þeim kleift að nota tilfinningar þínar sem vopn seinna meir þegar þeir vilja fá sínu fram.

Einfalt er að þekkja ráðríkan einstakling á viðbrögðum hans, en hann virðist oft ekki hafa áhyggjur af neinu nema því sem hefur slæm áhrif á hann sjálfan.

Þeim er umhugað um að hafa stjórn á öðru fólki, til að nota það sér til framdráttar og bregðast oft ókvæða við þegar fólk annaðhvort gagnrýnir það, eða varpar fram hugmynd sem er þeim ekki að skapi.

Þeir spila með tilfinningar þínar

Ráðríkir einstaklingar eru góðir í að tæla fólk, hvort sem það er tilfinningalega, andlega eða líkamlega. Þeir spila með tilfinningar og fá fólk þannig til að gera hluti sem eru þeim í þágu.

Þeir safna að sér fólki sem getur gagnast þeim, hvort sem það er í gegnum rómantískt samband, vináttu eða viðskiptasamstarf. Í fyrstu er spennandi og skemmtilegt að vera í kringum þessa einstaklinga, en seinna meir færast áherslurnar í sambandinu yfir á þá sjálfa, og þarfir þeirra.

Þeir eru óþolinmóðir

Þá má oft þekkja af mikilli óþolinmæði, sér í lagi ef þeir þurfa að bíða eftir einhverju. Einnig verða þeir oft fljótt leiðir og hafa mikla þörf á að breyta til og upplifa spennu.

Flest erum við þrjósk eða óþolinmóð á stundum, en sumir taka óþolinmæðina yfir á næsta stig. Þessir aðilar þola ekki að upplifa hverskonar tafir og gera sitt besta til að ráðskast með fólk til að sleppa við slíkar aðstæður.

Þegar þú ert að fást við óþolinmóða manneskju er gott að vita hvernig hún hugsar. Þessir einstaklingar vilja vera við stjórnvölinn og verða ergilegir þegar það gengur ekki eftir.

Það besta sem þú getur gert er að vera kurteis, en standa jafnframt á þínu. Það stoðar ekkert að fara undan í flæmingi þegar þú átt í höggi við ráðríka manneskju.

Þú ert alltaf vondi kallinn

Ráðríkir einstaklingar eiga það til að láta þig líta illa út. Þeir breyta oft framburði sínum svo hann megi túlka þeim sjálfum í hag. Stundum þræta þeir jafnvel fyrir að hafa sagt það sem þeir svo sannarlega létu út úr sér.

Þú gætir jafnvel farið að trúa því að þú hafir gert eitthvað rangt, þegar sannleikurinn er sá að þú hefur einungis fallið fyrir klækjum þeirra.

Þegar þú átt í höggi við ráðríkan einstakling getur verið gott að punkta samskipti ykkar niður, sér í lagi hluti sem eru mikilvægir og þeir eru líklegir til að breyta síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál