Kærastan blotnar of mikið

Mikil bleyta er sumum greinilega hjartans mál.
Mikil bleyta er sumum greinilega hjartans mál. mbl.is/AFP

„Kærastan mín blotnar mjög mikið þegar við stundum kynlíf. Einnig virðist hún mjög kynferðisleg. Get ég treyst því að hún verði mé trú í ljósi þess að hún verður svona æst þegar við sofum saman?“

Svona hljómar spurning sem maður nokkur sendi inn til kynlífsráðgjafans dr. Petru Boynton, sem skrifar pistla í The New York Times.

„Ein algengasta spurningin sem ég fæ er einmitt andstæða þessarar. Konur, og bólfélagar, þeirra hafa reglulega samband vegna þess að konan blotnar ekki nægilega mikið. En það veldur pörum jafnan áhyggjum.“

„Þú veist kannski að kynfæri smyrja sig sjálf. Flestar konur upplifa reglulega að kynfæri þeirra séu blaut, eða rök. Bleytan getur síðan aukist eftir því hvar í tíðarhringnum konan er stödd. Margar konur lýsa því jafnframt yfir að þær séu mjög blautar og klístraðar á meðan á meðgöngu stendur.“

„Allt gerist þetta án þess að konur verði fyrir örvun. Líkamar eru mismunandi og sumar konur verða blautari en aðrar. Ekki þarf að hafa af þessu áhyggjur, nema að útferðinni fylgi kláði eða verkir og af henni sé vond lykt.“

Boynton bendir einnig á að það sé mörgum konum eðlislægt að blotna mikið þegar þær stunda kynlíf. Hún bendir jafnframt á að þurrka megi umfram bleytu burt, eða nota rifflaðan smokk, ef bleytan er til trafala.

„Sumir hafa áhyggjur af þessari bleytu vegna þess að þeim þykir hún ógnandi. Þeir standa þá í þeirri meiningu að kona sem er blaut sé jafnframt kynferðislega krefjandi, að hún búi yfir eigin löngunum, eða að hún sé hugsanlega ekki við eina fjölina felld.“

„Bleyta konunnar er þá séð sem merki þess að hún hafi í hyggju að halda fram hjá maka sínum, eða að hún vilji gera hluti sem „góðar stelpur“ gera ekki.“

Boynton bendir á að fólk sem sé þessarar skoðunar skorti jafnan kynfræðslu, eða að það tilheyri menningarheimi þar sem kynferði kvenna er litið hornauga. Jafnframt getur verið að það skorti sjálfstraust, eða sé að glíma við erfiðleika á kynferðissviðinu.

„Eftir allt saman get ég ekki svarað spurningu þinni. Blaut píka er ekki góð mælistika á hvort kærastan þín eigi eftir að halda fram hjá þér, eða ekki. Þú þarft að hugleiða hvort hún sýni önnur merki sem tengjast framhjáhaldi, eða hugleiða hvort þú sjálfur glímir við lágt sjálfsmat eða afbrýðisemi.“

„Góðu fréttirnar eru að hún blotnar líklega svona mikið vegna þess að henni líkar við þig, og að þú kemur henni til. Hún er að öllum líkindum afslöppuð, auk þess sem hún nýtur kynlífsins með þér. Getur þú leyft þér að verða spenntur með henni?“  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál