Þessar skrítnu fóbíur eru raunverulega til

Sumir þjást af mikilli hræðslu við nafla.
Sumir þjást af mikilli hræðslu við nafla. Skjáskot af www.indiatimes.com

Fóbía er gjarnan skilgreind sem órökrétt og mikil hræðsla við einhvern ákveðinn hlut eða fyrirbæri. Margir kannast við að reka upp öskur og finna fyrir örum hjartslætti þegar þeir sjá til dæmis köngulær. En einhverjir þarna úti upplifa svipaða hræðslu þegar þeim komast í návígi við tré, holur eða skegg svo dæmi séu nefnd.

Hérna kemur listi yfir nokkrar skrítnar fóbíur sem einhverjir þjást raunverulega af.

  1. Omphalophobia: er hræðsla við nafla. Ótrúlegt en satt þá þjást sumir af þessari fóbíu og geta ekki einu sinni snert sinn eigin nafla.

  2. Trypophobia: Hræðsla við holur. Fólk sem kannast við þessa fóbíu tengir mikla hættu við holur og getur fengið kvíðakast við það eitt að sjá hlut sem er þakinn litlum holum.

  3. Nomophobia: Er fóbía við það að vera án símasambands. Margir hafa eflaust snert af þessari fóbíu en þeir sem þjást virkilega af henni hræðast svo sannarlega að vera án símasambands eða að síminn þeirra verði batteríslaus. Sumir geta jafnvel ekki hugsað sér að hafa símann úr augsýn.

  4. Hylophobia: Hræðsla við tré. Fallegur skógur er matröð þeirra sem þjást af þessari fóbíu. Ömurlegt.

  5. Pogonophobia: Skeggfóbía, já hún er til. Fólk sem þjáist af þessari fóbíu hryllir við tilhugsuninni um skegg og fær jafnvel kvíðakast þegar það sér fólk með skegg.

  6. Phobophobia: Óttinn við að hafa fóbíu. Þetta er ef til vill ein skrítnasta fóbían. Já, það er til fólk sem lifir í ótta við að vera með fóbíu og er því með phobophobia. Kaldhæðnislegt.

Þessi atriði eru hluti af lista sem birtist á vefnum Indiatimes.com.

Martöð margra er að komast í snertingu við könguló.
Martöð margra er að komast í snertingu við könguló. Ljósmynd/Jason Tómasson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál