6 hlutir sem enginn segir þér um kynlíf á efri árum

Lítið er talað um kynlíf eldra fólks.
Lítið er talað um kynlíf eldra fólks. Skjáskot Prevention

Þú hefur líklega heyrt um dvínandi kynhvöt og vandamál við holdris þegar kynlíf á efri árum er rætt. Þessu fylgja þó ekki eintóm leiðindi því sérfræðingar eru sammála um að kynlíf batnar bara með aldrinum, líkt og sjá má á pistli sem birtist á vefsíðunni Prevention.

Kynlíf verður ánægjulegra
Samkvæmt rannsókn sem birtist í American Journal of Medicine voru tveir þriðju hlutar kvenna ánægðar með kynlíf sitt, en þeirra á meðal voru konur á níræðisaldri.

Það sem meira er, 67% eldri kvenna sögðu að þær upplifðu oftast, eða alltaf, fullnægingu þegar þær stunduðu kynlíf.

Bólfélagi þinn kann sitt fag
„Allir halda að kynlíf sé best þegar þú ert á milli tvítugs og þrítugs, en það er hreinlega ekki satt“ segir Lauren Streicher, kvensjúkdómalæknirinn og rithöfundur. „Þegar þú ert á þrítugsaldrinum ert þú líklega að stunda kynlíf með fólki á sama aldri. Seinna á lífsleiðinni eru flestir búnir að vinna sér inn meiri reynslu.“

Útlitskröfur geta ruglað fólk í rýminu
Óraunhæfar útlitskröfur samfélagsins setja oftsinnis óþarfa þrýsting á fólk, sér í lagi konur.

Þessi þrýstingur gerir það að verkum að konur eiga erfiðara með að sleppa fram af sér beislinu og njóta sín í bólinu.

Kynlíf með sama einstakling eykur hamingju
Sæði inniheldur gleðihormónin oxytósín og serótónín. Fjöldi rannsókna bendir til þess að konur sem eiga sama bólfélagann í lengri tíma, og nota ekki verjur, séu ólíklegri til að þjást af þunglyndi heldur en kynsystur þeirra.

Nýr bólfélagi getur sett allt úr skorðum
Kona sem hefur átt sama bólfélagann í mörg, en skiptir svo skyndilega um ástmann, getur upplifað óþægindi í kynlífi.

Þetta stafar af því líkaminn getur litið á „nýja“ sæðið sem ókunnan aðskotahlut, og því hrundið af stað ofnæmisviðbrögðum.

Sjortarar missa sjarmann
Eftir því sem konur eldast tekur þær lengri tíma til að örvast kynferðislega, blotna og slaka nægilega á til að njóta kynlífsins.

Þar af leiðandi eru sjortarar skyndilega ekki lengur góð hugmynd.

Sjortarar missa oft sjarmann þegar fólk tekur að reskjast.
Sjortarar missa oft sjarmann þegar fólk tekur að reskjast. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál