Svona massar þú fyrsta stefnumótið

Sumir stefnumótasérfræðingar mæla með að deila mat á fyrsta stefnumóti.
Sumir stefnumótasérfræðingar mæla með að deila mat á fyrsta stefnumóti. mbl.is/AFP

Það getur verið ógnvekjandi að mæta á fyrsta stefnumót en meðfylgjandi eru átta ráð frá stefnumótasnillingnum Fred Sirieix. Hann deildi nokkrum skotheldum ráðum sem allir sem eru á leiðinni á fyrsta stefnumót ættu að skoða gaumgæfilega, þessi ráð og fleiri birtust á vef Cosmopolitan.

Mættu með opinn huga

Það er enginn tilgangur að fara á stefnumót ef þú setur ótal kröfur áður en þú hittir manneskjuna. „Ástin kemur í öllum stærðum og gerðum,“ segir Fred.

Mættu tímanlega

Fyrsta stefnumót er ekki rétti tíminn til að mæta of seint. Þú vilt koma vel fyrir og það þýðir að þú þarft að virða „deitið“ þitt og mæta á þeim tíma sem þið töluðuð um.

Undirbúningur er lykillinn

„Ef þú ert taugaóstyrk/ur þá er tilvalið að láta þér detta nokkur umræðuefni í hug áður en þú mætir,“ segir Fred. Og ef allt fer í klessu og vandræðaleg þögn ræður ríkjum á stefnumótinu er skothelt að „bregða sér á klósettið“ til að draga inn andann djúpt og finna upp á nýju umræðuefni.

Deildu mat með „deitinu“

Fred segir þetta bjóða upp á ákveðna nánd, að deila einhverju.

Spurðu spurninga

Það er ekki gaman að koma af stefnumóti án þess að vita nokkurn skapaðan hlut um þann sem þú varst að hitta. Það er ekki nóg að opna sig og tala og tala, þú verður líka að muna að spyrja spurninga. „Sýndu áhuga,“ segir Fred.

Gefðu þessu séns

Gefðu þessu séns, en á sama tíma ekki fara á annað stefnumót bara af því að þú vorkennir hinum aðilanum. Stundum finnur maður bara á sér ef þetta mun ekki virka að sögn Fred. Ef þú ætlar að hafna öðru „deiti“ þá skaltu gera það kurteisislega.

Stefnumótaforritið Tinder er vinsælt um þessar mundir en fyrsta
Stefnumótaforritið Tinder er vinsælt um þessar mundir en fyrsta "deitið" getur verið ógnvekjandi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál