„Aðeins hanskaklædd hönd kemur mér til“

Fantasíur geta verið með ýmsu móti.
Fantasíur geta verið með ýmsu móti. Skjáskot Today.com

 „Ég hef verið giftur í 34 ár, en nýlega hefur ein kynferðisleg fantasía ekki vikið úr huga mér. Atvikið átti sér stað fyrir löngu á hrikalegu kuldatímabili. Hiti færðist í leikana, en vegna kuldans var ómögulegt að afklæðast. Mitt yngra sjálf brást kröftuglega við þéttri snertingu, hanskaklæddrar eiginkonu minnar. Síðan þá hafa öll náin kynni, sér í lagi upp á síðkastið, ekki haft neina merkingu fyrir mig nema ég endurupplifi atvikið í hugskoti mínu.“

Einhvern veginn svona hljómar fyrirspurn ónefnds manns, sem hann sendi kynlífsfræðingi dagblaðsins The Guardian. Pamela Stephenson Connolly, sálfræðingur sem sérhæfir sig í kynferðislegum kvillum, var ekki lengi að svara áhyggjufullum manninum.

„Fantasíurnar þínar koma engum við og þér ber engin skylda til þess að deila þeim með öðrum, ekki einu sinni með maka þínum. Þú átt þessa yndislegu minningu sem þú getur rifjað upp og að mínu mati ættir þú að njóta hennar í einrúmi hvenær sem þú vilt.

En að hagnýtari hlutum, eftir því sem fólk eldist getur það þurft á meiri beinni örvun að halda áður en það stundar kynlíf. Þar af leiðandi getur vel verið að konan þín sé að gera annað og meira en að leika eftir eftirlætisfantasíuna þína,“ segir Stephenson Connolly.

„Hugsanlega gætir þú komið henni í skilning um þetta. Sýndu ást þína og þakklæti í verki og ef hún kann að meta hversu mikið ást þín á henni er tengd þessari minningu gæti hún verið viljugri til að gefa meira af sér. Ef hún gerir það skalt þú einnig vera viss um að taka tillit til hennar eigin langana og fantasía.“

Pistilinn í heild sinni má lesa hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál