Mikilvægt er að kunna að stjórna reiðinni

Hildur Jakobína Gísladóttir stjórnunarráðgjafi hjá Officium.
Hildur Jakobína Gísladóttir stjórnunarráðgjafi hjá Officium.

„Vellíðan er mikilvæg í öllum samfélögum og hefur sennilega enn mikilvægari sess í litlum samfélögum þar sem samskiptin eru náin og oft svo snúin. Fólk er stundum í mörgum hlutverkum og hefur mismunandi hagsmuna að gæta hverju sinni. Aðrir þurfa að vera meðvitaðir um í hvaða hlutverki fólk er hverju sinni og virða rétt fólksins til einkalífs þess á milli,“ segir Hildur Jakobína Gísladóttir, eigandi Officium-ráðgjafarfyrirtækisins sem sérhæfir sig í vinnustaðaeinelti, í sínum nýjasta pistli á Smartlandi Mörtu Maríu: 

Upplifanir fólks á veruleikanum, atburðarásum og orðum náungans geta verið misjafnar. Upplifun hvers og eins getur verið sprottin út frá hugsunum okkar, þroska og einnig líðan hverju sinni. Við getum upplifað sama eða svipaðan atburð með misjöfnum hætti eftir því hvernig við erum stemmd þegar hann á sér stað. Auðvitað skiptir líka máli með hvaða hætti aðrir tjá orðin sín okkar garð. Það er ekkert svart og hvítt í þessu frekar en öðru. Opin tjáskipti eru mikilvægt afl í öllum samskiptum manna á milli. Þau eru samskipti sem eiga sér stað á milli tveggja aðila þar sem talað er opið um málefnið hvort sem það er með jákvæðum eða neikvæðum hætti. Þessi tjáskiptaháttur eru enn mikilvægari þegar fólk er ósammála um hlutina. Það verður að vera hægt að vera ósammála án þess að vera ásakandi í garð hins. Í versta falli má alltaf vera sammála um að vera ósammála. Sama má segja um reiði en hana þarf líka að kunna að tjá án ásakana. Mikilvægt er að kunna að stjórna reiðinni og fá útrás fyrir hana á heilbrigðan hátt eða þann hátt sem særir ekki eða ógnar öðrum í manns nánasta umhverfi.

Í öllum samskiptum er svo mikilvægt að finna lausnir í stað þess að benda á blóraböggla og þessi tjáningarleið kemur svo sannarlega í veg fyrir misskilning vegna mismunandi túlkana fólks á upplifun þess. Það er ríkt í manninum að skiptast í hópa með eða á móti einhverjum en það er verulega varasamt. Eins og sagt var í byrjun er upplifun fólks mismunandi og ef einhver er vondur við hann Jón vin þinn að hans eigin sögn er það ekkert endilega rétt hjá honum. Við höfum sjaldnast allar forsendur til að mynda okkur skoðun. Það er í góðu lagi að hlusta á fólk, sýna skilning og reyna að leiðbeina en meira í lagi varasamt að mynda sér afstöðu þegar orð þriðja aðila eiga í hlut. Of oft fara þá líka sögusagnir á kreik sem enginn veit í raun hvort fótur sé fyrir. Það er nefnilega í eðli fólks að fylla inn í eyður til að fá rökræna útkomu. Talaðu beint við hann sem þú ert ósáttur við. Ekki við konuna hans eða frænda hans, þeir hafa ekkert með þetta að gera.

Best er að tala hreint út um hlutina. Útskýra og upplýsa því þá getur ekki sá sem vill reyna að dvelja í neikvæðni og leiðindum haldið því áfram. Af hverju? Jú af því það var talað opið út um málið og hinir vita því betur. Opinber samskipti skilja eftir miklu betri niðurstöður og lausnir en engin samskipti eða samskipti í gegnum þriðja aðila, það er bara staðreynd. Til að iðka opin samskipti þarf samt að byrja á sjálfum sér og sinni eigin fjölskyldu. Mikilvægast er að kenna börnunum okkar þetta jákvæða tjáningarform því það hefur forvarnargildi.

Verum hrein og bein það er alltaf best.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál