„Hjásvæfan vill mína hjálp“

Margir komast að framhjáhaldi maka síns með því að skoða …
Margir komast að framhjáhaldi maka síns með því að skoða síma og tölvur þeirra. AFP

„Fyrir nokkrum árum slitnaði upp úr sambandi mínu þegar ég komst að því að kærastinn minn hélt framhjá mér með samstarfkonu sinni. Hann neitaði fyrir það í marga mánuði, sagði að ég væri að ímynda mér þetta og lét mér líða líkt og ég væri að missa vitið. Þegar hið sanna komst loksins í ljós komu þau bæði hræðilega fram við mig, þar til mér leið líkt og ég væri einskis virði. Í gær fékk ég tölvupóst frá hinni konunni, nú er minn fyrrverandi farinn að halda framhjá henni og hún vill mína hjálp. Á ég að hunsa hana eða svara henni og segja að ég voni að hún þjáist líkt og ég gerði?“

Svona hljómar fyrirspurn ónafngreindrar konu sem barst sálfræðingnum Petru Boynton. Svar Boynton birtist síðar á vef dagblaðsins The Telegraph.

„Þú ert ekki sálfræðingurinn hennar, trúnaðarvinur og svo sannarlega ekki vinkona. Þú skuldar henni ekki neitt og þarft alls ekki að svara henni.

Þó kann bréf hennar að hafa vakið hjá þér svo margar óþægilegar tilfinningar að þú kærir þig kannski ekki um að halda ró þinni.

Það er ekki við þig að sakast að sambandi hennar sé lokið. Ef þú ákveður að segja henni hversu reið þú ert henni vegna framkomu hennar verður hún að takast á við það, þar sem hún hafði samband við þig óumbeðin.

Hvað svo sem þú ákveður að gera, spurðu þig þá: „Hvað fæ ég út úr þessu og hvernig gagnast þetta mér?“ Byggðu ákvörðun þína á því hvað er rétt að gera fyrir þig. Og aðeins þig.“

Svar Boynton má lesa í heild sinni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál