Ekki vera óþolandi á Instagram

„It takes a village.“ Já Gwyneth, við náum því. Þú …
„It takes a village.“ Já Gwyneth, við náum því. Þú ert á leiðinni á verðlaunaafhendingu, í fokdýrum kjól. Og forstofan þín er líklega meira virði en hús okkar, og foreldra okkar. Skjáskot Instagram/Gwyneth Paltrow

Öll könnumst við við að sjá „hógvært mont“ á samfélagsmiðlum, til að mynda ljósmynd af stíliseraðri heimaskrifstofu, skreyttri hönnunarhúsgögnum og lifandi blómum, undir yfirskriftinni: „Ohhh, endalaust mikið að gera.“

Á síðasta ári birti Harvard niðurstöður úr fimm mismunandi rannsóknum sem sýndu að fólk á sérlega erfitt með að þola illa falið mont. Hér að neðan eru því nokkur ráð fyrir þá sem vilja síður detta í þessa leiðindagryfju.

Ekki reyna of mikið að finna snjalla yfirskrift
Það sjá allir í gegnum ummæli þín þar sem þú heldur því fram að þú sért bara svo upptekin að þú hafir ekki tíma til að brjóta saman nýju Kenzo-peysuna þína, eða þú hreinlega hafir ekki orku í að þurrka af glænýju marmaraborðplötunni þinni í spánnýja eldhúsinu sem Rut Káradóttir hannaði.

Passaðu myllumerkið
Eða slepptu því bara alveg. P.s.: Nú er kannski rétti tíminn til að minnast á að #blessed ætti kannski að vera það fyrsta sem þú tekur úr notkun. 

Einbeittu þér að smáatriðum
Í stað þess að smella af mynd sem sýnir glæsilega stíliseraða stofuna þína í heild geturðu einbeitt þér að einhverju í minni kantinum, líkt og nokkrum fallegum pottaplöntum í gluggakistunni. Fólk fær síður á tilfinninguna að þú sért að monta þig af híbýlum þínum.

Hvorki merkja þig né staðsetningu þína
Ef þú póstar mynd af þér þar sem þú situr í leðurklædda egginu þínu, íklædd silkislopp að sötra kampavín úr Iittala-glasi skaltu ekki merkja myndina heimilisfanginu þínu í Garðabæ, með yfirskriftinni: „Bíð þess að storminn lægi, að verða brjáluð.“

Ekki nota gæludýr til að dulbúa montið
Það hafa allir gaman af sætum hunda- og kisumyndum á Instagram. Það sjá þó allir í gegnum það þegar þú deilir mynd af kettinum þínum, með nýja, rándýra skóparið í bakgrunni.

Ef þú vilt monta þig, viðurkenndu það bara
Varstu að skreyta heima hjá þér fyrir matarboð? Ertu hoppandi kát með hönnunarklassíkina sem þú fannst fyrir slikk á nytjamarkaði? Deildu því þá, bara ekki reyna að dulbúa færsluna með hógværu monti.

Pistilinn í heild má lesa á vefsíðu Vogue.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál