Var beðin að „teygja“ ekki fötin

Shiann Friesen fékk slæmar móttökur í mátunarklefa Walmart.
Shiann Friesen fékk slæmar móttökur í mátunarklefa Walmart. Skjáskot af Instagram og Youtube

Kanadíski bloggarinn Shiann Friesen heldur úti youtubesíðunni ShiCurves. Friesen er í yfirþyngd en með myndböndunum vill hún m.a. vekja athygli á að allar konur geta verið fallegar og hamingjusamar, óháð stærð. Nýverið lenti Friesen í leiðinlegu atviki og birti myndband um það á youtubesíðunni.

Í myndbandinu kemur fram að Friesen hafi vinsamlegast verið beðin að troða sér ekki í föt sem „passa augljóslega ekki“ í mátunarklefa Walmart. Sömuleiðis var hún beðin að „teygja“ ekki fötin. Friesen náði starfsmanni Walmart á myndband og birti það.

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá myndbrotið sem Friesen tók upp í Walmart (byrjar á þriðju mínútu u.þ.b). Hún segir atvikið hafa haft mikil áhrif á sig.

Shiann Friesen hefur áhuga á tísku og förðun og fjallar …
Shiann Friesen hefur áhuga á tísku og förðun og fjallar meðal annars um það á Youtube-síðunni sinni. Instagram @shicurves
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál