10 algeng mistök sem foreldrar gera

Börn hafa bæði gagn og gaman að því að láta …
Börn hafa bæði gagn og gaman að því að láta lesa fyrir sig. Skjáskot Popsugar

Á vef Popsugar er að finna lista yfir helstu mistök sem foreldrum verður á í uppeldi barna sinna. Listann skrifaði sálfræðingur sem sérhæfir sig í meðferð fjölskyldna.

10 algeng mistök sem foreldrar gera í uppeldi barna sinna:

Gefa börnunum of marga valkosti
Margir foreldrar trúa því að börnin þeirra eigi að hafa endalausa valkosti, þegar sannleikurinn er sá að of margir valmöguleikar geta verið yfirþyrmandi.

Hrósa þeim fyrir allt sem þau gera
Betra er að venja sig á að hrósa fyrir það sem er vel gert, í stað þess að ausa börnin hrósi ef þau hafa ekki unnið fyrir því.

Að láta allt eftir þeim
Þetta getur leitt til mikilla vandræða seinna meir þegar börnin þurfa loks að hafa fyrir hlutunum.  

Að vera með of stífa dagskrá
Margir foreldrar trúa því að stöðug dagskrá muni koma í veg fyrir að börnin þeirra lendi í klandri, eða óreglu. Stundum á of stíf dagskrá þó til að stuðla að því að barnið verði örþreytt og fari að þróa með sér streitu.

Gera of mikið úr mistökum barnsins
Sumir halda því fram að það sé gott að setja barnið, og gerðir þess, undir smásjá. Börn sem hljóta þannig uppeldi eiga þó afar erfitt með að sætta sig við mistök af eigin hálfu.

Nota skammir og ógnanir
Það er aldrei gott að gefa til kynna að gerðir barnsins geti orðið til þess að foreldrunum hætti að þykja vænt um það.

Takmarka ekki tíma fyrir framan tölvu eða sjónvarp
Það er öllum hollt að líta upp frá sjónvarpinu, eða tölvunni. Sér í lagi börnum.

Leyfa þeim ekki að leiðast
Ef foreldrar halda úti stöðugri skemmtidagskrá fyrir börn læra þau ekki að hafa ofan af fyrir sér sjálf.

Lesa ekki fyrir ung börn
Þegar foreldrar lesa fyrir börn sín læra þau að sitja kyrr, hlusta, taka eftir og nota ímyndunaraflið. Þetta nýtist þeim vel þegar þau síðan hefja skólagöngu sína.

Spjalla ekki fyrir háttatímann
Börn sofa betur, og líður almennt betur, ef foreldrar þeirra sýni degi þeirra áhuga. Það er gott að venja sig á að spyrja barnið hvernig dagurinn þess hafi verið áður en það fer að sofa.

Fleiri ráðleggingar má lesa hér.

Það hefur enginn gott að því að eyða of miklum …
Það hefur enginn gott að því að eyða of miklum tíma fyrir framan tölvuskjá. Skjáskot Popsugar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál