Beið í 25 mínútur eftir svari

George Clooney og Amal Alamuddin.
George Clooney og Amal Alamuddin. mbl.is/AFP

Nú hefur George Clooney opinberað hvernig hann bað mannréttindalögfræðingsins Amal Alamuddin Clooney. Hann sagði frá því í fyndnu viðtali hjá Ellen DeGeneres.

Clooney kvaðst hafa valið hringinn vel, falið hann í skúffu og beðið hundstressaður eftir að ástin hans mætti heim í mat. Hann hafi verið með matinn kláran en beðið Alamuddin um að sækja kveikjara í skúffu þar sem hann hafði komið hringnum fyrir. Hringurinn fór ekki framhjá henni en hún gerði sér enga grein fyrir að um trúlofunarhring væri að ræða. Þá hafi Clooney skellt sér á skeljarnar og sagt „ég get ekki hugsað mér lífið án þín“.

Alamuddin var lengi að átta sig á bónorðinu og lýsti Clooney því að hann hefði beðið í um 25 mínútur á hnjánum án svars uns hann benti henni á að hann væri 52 ára og mjöðmin væri að fara að gefa sig, þyrfti hann að vera í sömu stellingu lengur. Eins og allir vita sagði hún já og eru þau eitt huggulegasta par skemmtanabransans í dag.

George Clooney og Amal Alamuddin.
George Clooney og Amal Alamuddin. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál