Svona gleður þú hann á Valentínusardaginn

Gjafahugmyndir fyrir hann á Valentínusardaginn.
Gjafahugmyndir fyrir hann á Valentínusardaginn.

Smartland Mörtu Maríu birti í morgun lista yfir hugmyndir að gjöfum sem myndu gleðja flestar konur á Valentínusardaginn. Hér kemur samantekt yfir það sem gæti glatt karlpeninginn á þessum degi ástar.

Ilmur. Góður rakspíri er eitthvað sem allir karlmenn ættu að eiga, þetta er því gjöf sem steinliggur.

Flík. Vel valin og falleg flík er góð gjöf. Mjúkur trefill, fínt bindi eða kósí inniskór sem dæmi. Allt er þetta eitthvað sem ætti að koma að góðum notum og gleðja á sama tíma.

Bók. Fólk er oft að eyða megninu af deginum fyrir framan tölvu-, síma- eða sjónvarpsskjá. Góð bók er frábær gjöf því það þýðir að þá verður slökkt á raftækjunum og þið getið legið saman uppi í rúmi og lesið.

Dekur. Já, það elska allir dekur! Bjóddu honum upp á nudd heima við eða skellið ykkur saman í heita pottinn og gufu. Þetta getur ekki klikkað.

Bjór eða vín. Uppáhaldsbjórinn eða gott vín er frábær gjöf fyrir þá sem kunna slíkt að meta.

Leikhús. Það er alltaf gaman að brjóta hlutina upp með því að fara í leikhús. Slaufaði bíóinu og skelltu þér á góða sýningu með þínum uppáhalds.

Vinsældir Valentínusadagsins eru alltaf að aukast.
Vinsældir Valentínusadagsins eru alltaf að aukast. Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál