Ekki skilja án þess að spyrja þig að þessum spurningum

Enginn sækir um skilnað að gamni sínu.
Enginn sækir um skilnað að gamni sínu. Skjáskot Google

Það er nokkuð ljóst að enginn sækir um skilnað að gamni sínu, og allra síst að vanhugsuðu máli. Sérfræðingar á vegum Huffington Post hafa því sett saman nokkrar spurningar sem gott er að hafa í huga áður en stóra ákvörðunin er tekin.

Hafið þið prufað ráðgjöf?
Þið skuldið hvort öðru að láta reyna á hjónabandsráðgjöf. Það getur vel verið að þið skiljið í kjölfar hennar, en hún mun engu að síður hjálpa ykkur að koma auga á hvers vegna best sé að binda endi á sambandið. Í það minnsta getið þið verið viss um að þið gerðuð allt sem í ykkar valdi stóð til að bjarga því.

Hvað verður um börnin?
Skilnaður ykkar mun hafa áhrif á börnin. Hjá því verður ekki komist. Mikilvægt er að íhuga hvernig málum verður háttað hjá börnunum, til að mynda hvar þau muni búa, hver fer með forræði og svo framvegis.

Ber ég raunsæjar væntingar til makans?
Gott er að spyrja sig hvort maður hafi lagt óraunhæfa byrði á herðar makans.

Hef ég aðgang að tilfinningalegum stuðningi?
Skilnaður er eitt það erfiðasta sem fólk gengur í gegnum. Áður en þú ákveður að stíga skrefið til fulls vertu þá viss um að þú hafir stuðningsnet sem getur hjálpað þér í gegnum fyrstu vikurnar og mánuðina eftir sambandsslitin.

Hvað með fjárhaginn?
Ráðfærðu þig við lögfræðing og farðu í gegnum líklega skiptingu eigna, meðlag og annað slíkt. Einnig er gott að ráðfæra sig við fjárhagsráðgjafa til að koma skikki á fjárhaginn.

Er ég tilbúin/n að deila forræði barnanna?
Ef tilhugsunin að vera fjarri börnunum er óbærileg gætir þú þurft lengri tíma til að ráða fram úr þeim breytingunum sem eru í vændum.

Er ég sátt/ur við ákvörðun mína?
Skilnaður er stór ákvörðun. Ef þú ert ekki viss um að þú sért að breyta rétt þarftu að fullvissa þig um að svo sé áður en skrefið er stigið.

Pistilinn í heild sinni má lesa hér.

Skilnaður er stór ákvörðun.
Skilnaður er stór ákvörðun. Skjáskot Google
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál